Handbolti

Karen: Við spilum betur undir pressu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Karen Knútsdóttir.
Karen Knútsdóttir.

„Við vorum kærulausar í hinum leikjunum og sýndum ekki okkar rétta andlit," sagði Karen Knútsdóttir sem skoraði 13 mörk fyrir Fram í kvöld þegar liðið vann Val á Hlíðarenda.

„Við spilum greinilega betur undir pressu. Við vorum alveg staðráðnar í því að tapa þessu ekki 3-0, mættum ákveðnar til leiks og þetta hafðist," sagði Karen.

Staðan er nú orðin 2-1 fyrir Val í einvíginu en Fram getur jafnað metin á sunnudag. „Vörnin stóð betur en í hinum leikjunum. Fleiri voru að taka á skarið í sókninni og við fengum mörk frá öllum stöðum. Sóknarleikurinn gekk miklu betur. Svo mættum við bara brjálaðar til leiks," sagði Karen.

Liðin mætast í Safamýri á sunnudag. „Við töpuðum illa á heimaleiki síðasta en erum ákveðnar í að láta það ekki endurtaka sig á sunnudaginn. Maður á ekki að tapa leikjum á heimavelli," sagði Karen Knútsdóttir, markahæsti leikmaður Fram í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×