Ef Jón Gnarr væri kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 04:00 Stundum er sem kona megi vart hripa skoðun sína niður á blað án þess að vera sökuð um að vera skrækróma. Fjölmiðlagúrúinn Óli Tynes afskrifaði gagnrýnendur Gillzenegger, meðhöfundar símaskrárinnar, af einstakri rökfestu á dögunum með því að kalla þá skræka dólgfemínista. Áður en ég held lengra vil ég því - af tillitssemi við þá sem hafa svo yfirnáttúrulegri heyrn - lækka róminn og dýpka röddina. Svona. Er þetta betra? Konur sem hafa sig í frammi í opinberri umræðu, t.d. á vettvangi stjórnmála eða viðskipta, dansa stöðugt jafnvægisdans á línu hins tæka. Sé varaliturinn aðeins of rauður eru orð þeirra dæmd marklaus því þær eru klárlega vitlausar. Sé blússan of flegin eru þær óábyrgar, of mikið lagt í hárgreiðsluna vanhæfar og vogi þær sér að byrsta sig er „sá tími mánaðarins" genginn í garð. Margur hefur furðað sig á því að af frambjóðendum til stjórnlagaþings sem kosið verður til um næstu helgi er einungis þriðjungur konur. Sumir hafa gripið þessi hlutföll á lofti og sagt sig loks hafa sönnun þess að konur vilja einfaldlega ekki komast til áhrifa. Frekari barátta fyrir jafnrétti sé því óþörf. En getur verið að ástæðan sé eilítið flóknari? Rannsókn hefur verið gerð við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum á umfjöllun um frambjóðendur til forsetakosninga þar í landi. Samkvæmt henni er ekki aðeins fjallað að jafnaði tvisvar sinnum meira um karlframbjóðendur en kvenframbjóðendur í fjölmiðlum heldur er sú umfjöllun sem kvenframbjóðendur fá oftar gagnrýnin og háðsleg en í tilfellum karlanna. Konurnar eru sagðar ópraktískur kostur, jafnvel vanhæfar. Þrisvar sinnum meira pláss fer í að lýsa útliti þeirra. Algengara er að dregnar séu upp af þeim staðalímyndir og þær sagðar þjást af skapsveiflum. Meiri líkur eru á að aldur þeirra sé tilgreindur en starfstitli þeirra sleppt. Aðeins 16% umfjöllunarinnar um konur tengist málefnum sem þær standa fyrir miðað við 27% umfjöllunarinnar um karlmenn. Kann að vera að ein ástæða þess að konur eru tregari til að gefa kost á sér til stjórnlagaþings en karlmenn sé sú óvægna og ómálefnalega umræða sem þær gætu þurft að sæta? Á Fésbókarsíðu sinni segir Jón Gnarr borgarstjóri: „Finnst ég naive, ekki ráða við þetta ..." Fyrir hreinskilnina fær hann klapp á bakið. Ef sömu orð féllu af vörum forvera hans í starfi, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, eða forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, kvæði vafalítið við annan tón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Vinsælast 2010 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun
Stundum er sem kona megi vart hripa skoðun sína niður á blað án þess að vera sökuð um að vera skrækróma. Fjölmiðlagúrúinn Óli Tynes afskrifaði gagnrýnendur Gillzenegger, meðhöfundar símaskrárinnar, af einstakri rökfestu á dögunum með því að kalla þá skræka dólgfemínista. Áður en ég held lengra vil ég því - af tillitssemi við þá sem hafa svo yfirnáttúrulegri heyrn - lækka róminn og dýpka röddina. Svona. Er þetta betra? Konur sem hafa sig í frammi í opinberri umræðu, t.d. á vettvangi stjórnmála eða viðskipta, dansa stöðugt jafnvægisdans á línu hins tæka. Sé varaliturinn aðeins of rauður eru orð þeirra dæmd marklaus því þær eru klárlega vitlausar. Sé blússan of flegin eru þær óábyrgar, of mikið lagt í hárgreiðsluna vanhæfar og vogi þær sér að byrsta sig er „sá tími mánaðarins" genginn í garð. Margur hefur furðað sig á því að af frambjóðendum til stjórnlagaþings sem kosið verður til um næstu helgi er einungis þriðjungur konur. Sumir hafa gripið þessi hlutföll á lofti og sagt sig loks hafa sönnun þess að konur vilja einfaldlega ekki komast til áhrifa. Frekari barátta fyrir jafnrétti sé því óþörf. En getur verið að ástæðan sé eilítið flóknari? Rannsókn hefur verið gerð við Johns Hopkins háskólann í Bandaríkjunum á umfjöllun um frambjóðendur til forsetakosninga þar í landi. Samkvæmt henni er ekki aðeins fjallað að jafnaði tvisvar sinnum meira um karlframbjóðendur en kvenframbjóðendur í fjölmiðlum heldur er sú umfjöllun sem kvenframbjóðendur fá oftar gagnrýnin og háðsleg en í tilfellum karlanna. Konurnar eru sagðar ópraktískur kostur, jafnvel vanhæfar. Þrisvar sinnum meira pláss fer í að lýsa útliti þeirra. Algengara er að dregnar séu upp af þeim staðalímyndir og þær sagðar þjást af skapsveiflum. Meiri líkur eru á að aldur þeirra sé tilgreindur en starfstitli þeirra sleppt. Aðeins 16% umfjöllunarinnar um konur tengist málefnum sem þær standa fyrir miðað við 27% umfjöllunarinnar um karlmenn. Kann að vera að ein ástæða þess að konur eru tregari til að gefa kost á sér til stjórnlagaþings en karlmenn sé sú óvægna og ómálefnalega umræða sem þær gætu þurft að sæta? Á Fésbókarsíðu sinni segir Jón Gnarr borgarstjóri: „Finnst ég naive, ekki ráða við þetta ..." Fyrir hreinskilnina fær hann klapp á bakið. Ef sömu orð féllu af vörum forvera hans í starfi, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, eða forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, kvæði vafalítið við annan tón.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun