Innlent

Samið við lækna fyrir áramót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur Ari Arason segir að góður gangur sé í samningaviðræðunum. Mynd/ GVA.
Steingrímur Ari Arason segir að góður gangur sé í samningaviðræðunum. Mynd/ GVA.

Samningur sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna við Sjúkratryggingar Íslands rennur út um áramótin. Samningarnir runnu út í sumar. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að verið sé að vinna að því að gera nýjan samning og á von á að það takist.

„Það er góður gangur í viðræðunum og ég fullyrði það að þjónusta verði ekki í uppnámi eftir áramótin," segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.

Um 22 þúsund Íslendingar nýta sér þjónustu sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna, samkvæmt upplýsingum Vísis.

-------------

Leiðrétting:

Í fréttinni um samningana var fullyrt í dag að þeim hefði verið sagt upp í sumar, þegar Álfheiður Ingadóttir var heilbrigðisráðherra. Það er ekki rétt. Samningarnir runnu út fyrir á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×