Webber: Trúi að ég geti unnið titilinn 27. október 2010 14:29 Mark Webber var trúlega ekkert sérlega glaður eftir að hafa misst bíl sínn útaf í Suður Kóreu og var eltur af sjónvarpstökumönnum. Mynd: Getty Images/Ker Robertson Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi. Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber á Red Bull var efstur í stigamóti Formúlu 1 ökumanna fyrir kappaksturinn í Suður Kóreu á sunnudag, en er núna 11 stigum á eftir Fernando Alonso á Ferrari. Webber féll úr leik eftir akstursmistök þegar hann var í öðru sæti í kappakstrinum og tapaði af dýrmætum stigum í stigakeppni ökumanna. Webber var á eftir Sebastian Vettel á Red Bull þegar óhappið varð, en Vettel varð að hætta síðar í mótinu þegar vélin bilaði í bíl hans og Alonso tók við forystuhlutverkinu og kom fyrstur í mark á undan Lewis Hamilton á McLaren. Þessir kappar eiga allir möguleika á meistaratitlinum, þegar tveimur mótum er ólokið ásamt Jenson Button á McLaren. Webber ræddi um mótið í Suður Kóreu á vefsíðu sinni og hyggst ekkert láta deigan síga þrátt fyrir áfall á sunnudaginn. "Það voru mjög mikil vonbrigði að ljúka ekki keppni. Aðstæður voru hrikalegar vegna rigningarinnar og ég lenti í árekstri eftir beygju tólf. Ég missti afturendann út á kanti og þetta voru 100% mín mistök. Það eina sem ég get gert er að horfa til næsta móts", sagði Webber í umsögn sinni. Rigning tafði mótshaldið í Suður Kóreu verulega og þrátt fyrir óhappið naut Webber þess að keyra á nýju brautinni. "Þetta var skemmtileg braut að aka. Það voru langir beinir kaflar á fyrsta tímatökusvæðinu, á því öðru voru líflegir beygjukaflar og krappar beygjur á þriðja tímatökusvæðinu. Þá var þetta tæknilega krefjandi þar sem við vourm ekki með hámarksniðurtog útaf beinu köflunum." Mark lauk keppni í 19 hring af 55. Í raun í fyrsta hring eftir að keppnina var ræst almennilega af stað, eftir að keppendur höfðu ekið á eftir öryggisbílnum. "Þetta var óvenjuleg keppni og minnkaði muninn á milli manna í stigakeppninni. En ég trúi því að ég geti unnið titilinn. Bíllinn er frábær og ég mun njóta mín í næstu tveimur mótum, í Brasilíu og Abu Dhabi. Það að keppa við gæja sem eru í sama gæðaflokki og Fernando (Alonso) er gefandi og að vinna þá er það sem keppni á þessu stigi snýst um", sagði Webber. Webber vann mótið í Brasilíu í fyrra sem er næst á dagskrá og verður um aðra helgi. Síðasta mótið verður í Abu Dhabi.
Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira