Lífið

Þakkar fyrir lífið

Söngkonan Cheryl Cole er að jafna sig eftir að hafa sýkst af malaríu. fréttablaðið/getty
Söngkonan Cheryl Cole er að jafna sig eftir að hafa sýkst af malaríu. fréttablaðið/getty
Breska söngkonan Cheryl Cole þakkar læknunum sem læknuðu hana af malaríuveirunni og íhugar að gefa spítalanum peningagjöf sem þakklætisvott. Cole sást í fyrsta sinn opinberlega í vikunni en mánuður er síðan söngkonan hné skyndilega niður í myndatöku og greindist með malaríu í kjölfarið. Hún hefur því tekið sér frí frá störfum næstu sex vikurnar og aflýst öllu tónleikahaldi og plötuútgáfu um tíma. Cole hefur nú yfirgefið Bretland og farið í frí til Los Angeles til að slappa af og ná fyrri kröftum.

Fyrr á þessu ári skildi hún við eiginmann sinn, fótboltamanninn Ashley Cole, og hefur verið mikið í bresku pressunni vegna þessa. Einnig situr Cheryl Cole í dómarasæti í bresku X-faktor þáttunum við hlið Simonar Cowell en hún hefur nú tekið sér frí frá því vegna veikindanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.