Webber sá við Hamilton í tímatökum á Spa 28. ágúst 2010 13:43 Mark Webber fagnar því að hafa náð besta tíma í dag. Mynd: Getty Images Mark Webber sem er efstur að stigum í stigamóti ökumanna verður fremstur á ráslínu í kappakstrinum á Spa brautinni á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag á Red Bull bíl á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Robert Kubica á Renault varð þriðji, en Sebastian Vettel fjórði. Fimm ökumenn er í titilslagnum, þegar sjö mótum er ólokið og meistarinn Jenson Button á McLaren sem varð fimmti í dag er meðal þeirra, auk Webbers, Hamilton, Vettel og Fernando Alonso sem náði aðeins tíunda besta tíma í tímatökunni á Ferrari. Webber er í kjörstöðu fremstur á ráslínu, en hann er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Hamilton er með 157, Vettel 151, Button 147 og Alonso 141. Fyrir sigur í móti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15, 12, 10 og færri fyrir næstu sæti á eftir. En vegna stigagjafarinnar er sigur mikilvægari í ár en síðustu ár. Bein útsending er frá kappakstrinum á Spa brautinni á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag og er í opinni dagskrá. Strax á eftir er þátturinn Endmarkið, þar sem farið er yfir það helsta sem gerðist í mótinu. Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber sem er efstur að stigum í stigamóti ökumanna verður fremstur á ráslínu í kappakstrinum á Spa brautinni á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag á Red Bull bíl á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Robert Kubica á Renault varð þriðji, en Sebastian Vettel fjórði. Fimm ökumenn er í titilslagnum, þegar sjö mótum er ólokið og meistarinn Jenson Button á McLaren sem varð fimmti í dag er meðal þeirra, auk Webbers, Hamilton, Vettel og Fernando Alonso sem náði aðeins tíunda besta tíma í tímatökunni á Ferrari. Webber er í kjörstöðu fremstur á ráslínu, en hann er með 161 stig í stigakeppni ökumanna, Hamilton er með 157, Vettel 151, Button 147 og Alonso 141. Fyrir sigur í móti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15, 12, 10 og færri fyrir næstu sæti á eftir. En vegna stigagjafarinnar er sigur mikilvægari í ár en síðustu ár. Bein útsending er frá kappakstrinum á Spa brautinni á Stöð 2 Sport kl. 11.30 á sunnudag og er í opinni dagskrá. Strax á eftir er þátturinn Endmarkið, þar sem farið er yfir það helsta sem gerðist í mótinu.
Mest lesið Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira