Viðskipti erlent

Nútíma Hrói höttur rænir spilavíti og gefur fátækum

Maður sem kallar sig Hróa hött vinnur fyrir sér sem fjárhættuspilari í Las Vegas. Þar „rænir" hann spilavíti borgarinnar með kunnáttu sinni og gefur féið sem honum áskotnast til fátækra og nauðstaddra.

Í frétt um málið í Daily Mail segir þessi dularfulli fjárhættuspilari hafi þar að auki sína eigin Marion en það er brasilísk ofurfyrirsæta sem gengur undir nafninu Lady Greice.

Þessi nútíma Hrói höttur hefur komið sér upp vefsíðu og þar geta áhugasamir sent inn sögur sínar af fátækt sinni og basli og geta samhliða sótt um styrk frá manninum upp á allt að sex milljónir kr. Frá því að Hrói hóf að dreifa auðæfum spilavítanna meðal fátækra hefur hann gefið yfir 100 milljónir kr. til fátækra fjölskyldna.

Í Daily Mail er fjallað um Kegler fjölskylduna sem nýlega fékk tæpar 4 milljónir kr. frá Hróa en fjölskylduna bráðvantaði lausafé fyrir lyfjum handa ungu barni sínu sem nýlega greindist með krabbamein í heila.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×