Viðskipti erlent

Manchester United gefur út 500 milljóna punda skuldabréf

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sir Alex Ferguson. Mynd/ AFP.
Sir Alex Ferguson. Mynd/ AFP.
Knattspyrnufélagið Manchester United ætlar að fara í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu til þess að endurfjármagna skuldir sínar. Upphæðin samsvarar 100 milljörðum íslenskra krónaÍ frétt á vef Daily Telegraph segir að miklar vaxtagreiðslur sligi félagið.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir hins vegar að skuldirnar og burðir hans til að kaupa nýja leikmenn séu óháð mál. „Ég hef aðgang að öllu því fjármagni sem ég þarf. Peningarnir eru fyrir hendi og ef ég vildi kaupa einhvern þá gæti ég fengið peninginn," segir Ferguson.

Núverandi eigendur Manchester United, Glazer fjölskyldan, keypti félagið á 790 milljónir punda árið 2005.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×