Lífið

Draumurinn vakti lukku í Santiago

Leikstjórinn Erlendur Sveinsson ásamt skáldinu Thor Vilhjálmssyni. Frumsýningin í Santiago heppnaðist sérlega vel.
Leikstjórinn Erlendur Sveinsson ásamt skáldinu Thor Vilhjálmssyni. Frumsýningin í Santiago heppnaðist sérlega vel.
Fyrsti myndhlutinn af fimm úr kvikmyndinni Draumurinn um veginn, sem fjallar um 800 km pílagrímsgöngu skáldsins Thors Vilhjálmssonar til Santiago de Compostela á Spáni, var frumsýndur í Santiago-borg á dögunum við mjög góðar undirtektir.

„Skipuleggjandinn hjá Santiago-kvikmyndamiðstöðinni, Dimas Gonzáles, sagði að sýningin hefði verið „success“ og gat þess að fjöldi manns hefði komið að máli við sig eftir sýningu til að lýsa yfir ánægju sinni og forvitnast um næstu myndhluta,“ segir Erlendur Sveinsson, leikstjóri myndarinnar. „Við Thor gátum ekki verið viðstaddir og því flutti Dimas ávarp fyrir okkar hönd í upphafi sýningar.“

Erlendur ræddi einnig við annan mann, Englendinginn David Francis, sem kemur við sögu í myndinni og hann var gríðarlega sáttur við frumsýninguna. „Hann sagðist hafa gleymt að segja mér frá því að hann starfaði sem pródúsent á BBC í 20 ár við að framleiða alls konar heimildarmyndir. Hann naut þess að horfa í 106 mínútur og vildi hefja myndina á stall sem eitt af því albesta sem hann hefði séð.“

Þessi fyrsti myndhluti af Drauminum um veginn heitir Inngangan og fjallar um inngönguna í heim fólksins sem gengur eftir pílagrímsveginum í leit að sjálfu sér. Erlendur vonast til að sýna myndina hér á landi í haust og vonast einnig til að sýna hina myndhlutana erlendis síðar meir. Hann er þegar búinn að gera enska útgáfu af fyrsta hlutanum og vonast til að koma henni að á kvikmyndahátíðum erlendis. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.