Lífið

Kalli Camaro selur hluta af sjálfum sér

Það er spurning hvort Kalli verði enn þá Kalli Camaro án Camarosins. fréttablaðið/stefán
Það er spurning hvort Kalli verði enn þá Kalli Camaro án Camarosins. fréttablaðið/stefán
„Hlutirnir breytast bara. Manni veitir ekkert af því að létta aðeins á fjármálunum eins og staðan er núna. En ég kaupi mér annan þegar ég get,“ segir Karl Bachman, betur þekktur sem Kalli Camaro.

Fréttablaðið greindi frá því í byrjun sumars þegar Kalli Camaro setti Chevrolet Camaro sportbílinn sinn á götuna, eftir veturlanga bið. Kalli hefur átt bíinn í fjögur og hálft ár og er búinn að leggja mikla vinnu í að gera hann að þeim bíl sem hann er í dag. Í viðtali við hann í sumar sagði hann til dæmis: „Ég hugsa að ég komi til með að eiga þennan bíl alla ævi. Ég lít á hann sem hluta af mér.“ Það ætti því að koma einhverjum á óvart að Kalli Camaro ætli að selja Camaroinn.

„Ég er að skoða málin, en ég er ekki að fara að gefa hann,“ segir Kalli sem segir tilboðin sem borist hafa í bílinn engan veginn nógu góð. Kalli segist vera að skoða það að fara á sjóinn til að geta haldið bílnum en það hafi ekki gengið upp hingað til.

„Ég á örugglega eftir að sjá þvílíkt eftir þessu ef ég læt af þessu verða, en það er enginn æsingur í manni,“ segir Kalli að lokum. Það er því staðfest að einn glæsilegasti Camaro landsins óski eftir nýjum eiganda. - ls





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.