Umfjöllun: Akureyri þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn botnliðinu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 22. febrúar 2010 21:12 Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Akureyrar. Fréttablaðið Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir. Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Akureyri vann þriggja marka sigur á Fram í N-1 deild karla í handbolta í kvöld, 28-25. Heimamenn þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum gegn botnliðinu en liðið hefði getað klárað leikinn löngu fyrr en það gerði. Bæði lið gerðu aragrúa mistaka í fyrri hálfleik. Liðin voru jöfn til að byrja með áður en heimamenn skutust fram úr. Hörður Flóki var frábær í fyrri hálfleik og varði fjórtán skot. Fyrir tilstilli hans fengu Akureyringar hraðaupphlaup og komust mest fjórum mörkum yfir. Árni Þór Sigtryggsson var líka frábær til að byrja með og skoraði til að mynda fimm af fyrstu sjö mörkum Akureyringa. Hann skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik. Einar Rafn Eiðsson skoraði þar fimm fyrir Fram. En, í stað þess að hreinlega klára Framara byrjuðu þeir að skjóta illa og í stöðunni 8-4 gátu þeir skorað úr hraðaupphlaupi en Magnús varði vel. Framarar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn í 10-10. Framarar gerðu mörg mistök í sókninni og misstu boltann klaufalega nokkrum sinnum. Skot þeirra voru oft slök en Flóki tók skylduboltana og rúmlega það. Akureyringar komust aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiksins, þeir leiddu 13-11 en hefðu raunar átt að vera með mun stærri forystu, sér í lagi miðað við magnaða markvörslu Harðar Flóka. Framarar jöfnuðu strax í 14-14 og fyrst um sinn var aftur jafnt á öllum tölum. Þá kom slæmur kafli hjá Fram það sem nákvæmlega ekkert gekk upp. Akureyri skoraði 6-1 og komst í 23-17 þegar ellefu mínútur voru eftir. Það var dæmigert fyrir Fram þegar Magnús varði í tvígang frábærlega í sömu sókninni en Akureyri náði þriðja frákastinu og skoraði. Það var allt á móti botnliðinu. Akureyri, sem svo oft hefur komist í góða forustu og glutrað henni niður, var samt við sig. Í stað þess að keyra yfir Fram leyfðu Akureyringar sér að slaka á og gestirnir minnkuðu muninn í tvö mörk. Akureyri var aftur á móti sterkari á lokasprettinum og vann að lokum 28-25. Hörður Flóki var frábær, hann varði 25 skot. Árni Þór var líka virkilega góður. Magnús var ágætur hjá Fram og Guðjón Drengsson átti góða spretti. Hann skoraði líka mark leiksins með vippu yfir Hörð þegar hann fékk sirkusendingu yfir vörn Akureyrar. Einar Rafn Eiðsson var markahæstur með 9 mörk. Fram er enn á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig en Akureyri er komið upp fyrir Val og er í þriðja sætinu á eftir Hafnarfjarðardúettinum Haukum og FH.Akureyri-Fram 28-25 (13-11)Mörk Akureyrar (skot): Árni Þór Sigtryggsson 11 (18), Oddur Grétarsson 5/1 (6), Jónatan Magnússon 4 (7), Hörður F. Sigþórsson 3 (5), Heimir Örn Árnason 2 (5/1), Guðmundur H. Helgason 2 (6), Hreinn Þór Hauksson 1 (2). Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 25 (47) 53%, Hafþór Einarsson 0 (1) 0% Hraðaupphlaup: 9 (Hörður 2, Oddur 2, Heimir, Guðmundur, Jónatan, Árni, Hreinn).Fiskuð víti: 2 (Hörður, Hreinn).Utan vallar: 8 mín. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/4 (13), Guðjón Finnur Drengsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 4 (13), Hákon Stefánsson 3 (6), Haraldur Þorvarðarson 2 (6), Egill Björgvinsson 1 (1), Daníel Berg Grétarsson 1 (7).Varin skot: Magnús Erlendsson 19 (45) 43%, Sigurður Örn Arnarson 0 (2) 0% Hraðaupphlaup: 3 (Guðjón 3).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Daníel, Halldór).Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Slakir.
Olís-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira