Eurovision: Truflarinn Jimmy Jump orðin stórstjarna í Osló Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 14:23 Spænski flytjandinn hélt haus þrátt fyrir að vitleysingurinn Jimmy væri allt í einu mættur í atriðið hans. Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar truflarinn Jimmy Jump stillti sér upp í spænska atriðinu í Eurovision á laugardag. Hann hljóp fimlega inn á sviðið og stökk burt þegar öryggisgæslan rauk inn á eftir honum. Eins og sást í útsendingunni náðu þeir þó í skottið á honum stuttu seinna. Boðflennan heitir Jaume Marquet Cot og kallar sig Jimmy Jump. Hann er fasteignasali frá Katalóníu á Spáni og hefur truflað fjöldan allan af íþróttaviðburðum síðastliðinn áratug. Með söngvakeppninni er hann kominn á nýtt svið og miðað við viðbrögð fólks út um allan heim kann hann eflaust vel við sig í skemmtanabransanum. Myndband af Eurovision-atriðinu var sett inn á Facebook-síðuna hans strax eftir truflunina. Á nokkrum klukkustundum fór aðdáendafjöldi hans úr 9 í 19 þúsund. Nú er hann kominn upp í 43 þúsund. Jimmy var stungið í steininn eftir söngvakeppnina og þurfti að borga 15 þúsund norskar krónur í sekt. Þegar honum var sleppt í gær biðu aðdáendur eftir honum og hann eyddi deginum í að gefa eiginhandaráritanir. Á Facebook-síðu hans í dag hvetur hann fólk til að hitta sig í Frogner-garði í Osló og kaupa af sér boli eða hjálpa honum með sektina. Norskir skipuleggjendur keppninnar höfðu ekki hugmynd að hann væri á svæðinu. Jimmy var þó ekkert að fela sig og þeir sem fylgdust með honum á Facebook dagana fyrir keppni vissu að hann var í Osló þar sem hann birti myndir af sér í borginni. Það voru því eflaust einhverjir sem biðu eftir því að Jimmy birtist á sviðinu í keppninni. Jimmy hefur truflað fjöldan allan af viðburðum síðasta áratug. Hann segist ekki gera þetta fyrir pening eða vegna pólitískra skoðana. Þetta sé vegna löngunar hans til að vinna á móti "kerfinu" og vera frjáls í nokkrar mínútur. Meðal viðburða sem Jimmy hefur truflað eru úrslitaleikur Grikklands og Portúgal á EM 2004 þegar hann henti Barcelona-fána í Luis Figo. Einnig spænska Formúlukappaksturinn árið 2004 en þá hljóp hann yfir brautina þegar græna ljósið var kveikt. Hann fór inn á leik hjá Real Madrid og Barcelona árið 2005, hjá Villareal og Arsenal í Evrópukeppni 2006, hjá Milan og Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2007, hjá Þýskalandi og Tyrklandi í undanúrslitaleik EM 2008 og hjá Barcelona og Racing de Santader árið 2008. Hann fór einnig inn á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku á HM í ruðningi árið 2007 og inn á úrslitaleik Opna franska í tennis í fyrra. Myndir af hinum skrautlega Jimmy á harðahlaupum hér og þar má finna í meðfylgjandi myndasafni.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Með löndum sínum í Eurovision.Hér reynir hann að láta húfu á Svisslendinginn Roger Federer á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á úrslitaleik Opna franska mótsins í tennis í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á Opna franska í fyrra.Á undanúrslitaleik EM 2008.Á bolnum stóð Tíbet er ekki í Kína.Á undanúrslitaleik EM 2008.Kunnuleg stelling fyrir Jimmy.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi í París 2007.Á úrslitaleik Englands og Suður-Afríku í ruðningi.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 2006. Hér lætur hann Thierry Henry fá Barcelona-treyju. Stuttu seinna fór Henry til Barcelona.Á undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2006.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.Á úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM 2004.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira