Sport

Ásdís í úrslit á EM í Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Nordic Photos / AFP

Ásdís Hjálmsdóttir komst naumlega í úrslit í spjótkasti kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Barcelona í kvöld.

Ásdís var talsvert frá sínu besta og kastaði lengst 56,55 metra. Það dugði í tólfta og síðasta sætið sem tryggir sæti í úrslitunum.

Það var þriðja og síðasta kastið hennar sem tryggði henni sætið í úrslitunum en fram að því hafði hún kastað 49,47 og 51,55 metra.

Hennar besta kast á árinu eru 60,72 metrar en Íslandsmet hennar er 61,37 metra.

Aðeins fjórir keppendur köstuðu lengra en 60 metrar í undanúrslitunum í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×