Lífið

Helgi vinsæll sem fyrr

helgi björnsson Aukatónleikar Helga þar sem hann syngur lög Hauks Morthens verða miðvikudaginn 6. október.fréttablaðið/stefán
helgi björnsson Aukatónleikar Helga þar sem hann syngur lög Hauks Morthens verða miðvikudaginn 6. október.fréttablaðið/stefán

Uppselt er á tónleika Helga Björnssonar í Salnum 7. október þar sem hann syngur lög Hauks Morthens. Af því tilefni verða haldnir aukatónleikar miðvikudaginn 6. okt­óber.

„Haukur var svo frábær söngvari að það er yndislegt fyrir mann að takast á við þetta," segir Helgi Björnsson.

„Að hlusta á Hauk Morthens er eins og að fletta gömlu myndaalbúmi þar sem einungis hefur verið raðað myndum frá fallegu og skemmtilegu stundunum í lífinu. Er ekki einmitt ástæða til þess núna á þessum óvissutímum, að rifja upp lög Hauks, lög þess tíma er Ísland var að rísa upp sem nýtt lýðveldi með bjarta framtíð og gleði unglingsins sem er að slíta af sér barnsskóna?" Ásamt Helga stíga á svið þeir Einar Valur Scheving, Róbert Þórhallsson, Stefán Már Magnússon og Kjartan Valdimarsson. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.