Innlent

SA vilja kaupmáttaraukningu án mikilla launahækkana

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins leggja á það áherslu í komandi kjarasamningum að kaupmáttur launa aukist með sem allra minnstum launahækkunum.

Skapaðar verði þær aðstæður að fyrirtæki geti ráðið fólk í vinnu og fjárfest. Hagur fólks muni vænkast mest með aukinni atvinnu og möguleikum á að hækka tekjur sínar með auknum umsvifum í efnahagslífinu.

Samtök atvinnulífsins hafa lagt áherslu á í aðdraganda kjaraviðræðna að allir hópar fái sambærilega og hóflega prósentuhækkun launa í næstu kjarasamningum. Kjarasamningar alla hópa hafi sama upphafspunkt og sama endapunkt og samningarnir þurfi að vera til að minnsta kosti þriggja ára til þess að skapa grundvöll fyrir stöðugleika í launamálum og vinnufrið.

Í frétt á vef Samtaka atvinnulífsins segir að fulltrúar þeirra hafi fundað með samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands utan svokallaðs Flóabandalags. Stefnt er að frekari fundarhöldum því að á fimmtudag munu aðilar vinnumarkaðarins hittast á sameiginlegum fundi á Hótel Nordica þar sem Magnús Pétursson ríkissáttasemjari verður fundarstjóri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×