Innlent

Svarbréfið til ESA fer ekki í póst á morgun

Árni Páll Árnason.
Árni Páll Árnason.

Íslendingar munu ekki svara ESA, Eftirlitsstofnun EFTA vegna Icesave málsins á tilskyldum tíma. Frestur til að senda svör rennur út á miðnætti á morgun og sagði Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra að svörin verði ekki send fyrir þann tíma.

„Vegna þess að samningsumleitanir eru í gangi hef ég talað við forseta stofnunarinnar og tjáð honum að það verði ekki sent út svar á morgun. Ég mun vera í sambandi við hann aftur á miðvikudag og við munum fara yfir málin þá," sagði Árni Páll á Alþingi í dag. Hann sagði ennfremur að þegar og ef svörin verði send muni þau „að sjálfsögðu" verða rædd fyrst í utanríkismálanefnd þingsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×