Innlent

Loðnan er fundin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Loðnuvertíðin er hafin og eru skip úr íslenska flotanum þegar farin að fiska. Tvö skipa HB Granda, Ingunn AK og Faxi RE, fóru til veiða í síðustu viku en auk þeirra hefur Börkur NK verið að veiðum. Ingunn var komin með um 600 tonna afla í morgun en áhöfnin á Faxa varð fyrir því óláni að nótin rifnaði illa í gær og var unnið að viðgerð á henni um borð í alla nótt.

Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni, segir á vef HB Granda að skipin séu nú stödd á austanverðum Kolbeinseyjarhryggnum, um 70 sjómílur norðvestur af Melrakkasléttu. Áður en þangað var haldið voru skipin í loðnuleit norður af Vestfjörðum. Vart varð við þokkalegar torfur norður af Kögri en áður en hægt var að kasta á þær lagðist rekís yfir svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×