Hugsaði um Guð og jörðina áður en hann steyptist í hafið Valur Grettisson skrifar 6. desember 2010 13:00 Eins og sést á myndinni þá hefði þetta getað farið heldur illa. Mynd/ Albert Kemp „Ég held að hugurinn hafi frosið. Maður hugsaði bara um guð og jörð," segir Hilmir Arnarson, sem var hætt kominn í gær þegar hann missti stjórn á jepplingi sem hann ók og endaði í sjónum nálægt Fáskrúðsfirði. Hilmir, sem vinnur í álverinu á Reyðarfirði, var að koma frá Egilsstöðum þegar hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn var afturhjóladrifinn og virðist hafa spólað á hálkubletti sem breytti stefnu bílsins mjög skyndilega. Hilmir lýsir óhappinu þannig að hann hafi í raun verið strax kominn út af veginum og þá tók við grýtt fjara. „Ég veit að ef ég hefði náð að beygja þá hefði bíllinn sennilega oltið," segir Hilmir sen var verulega brugðið þegar hann geystist stjórnlaust í áttina að hafinu. Hann segist feginn að bíllinn hafi ekki oltið enda staddur í miðri fjörunni. Bíllinn steyptist síðan ofan í sjóinn, „og þá var fjörið búið," sagði Hilmir. Hann segist hafa setið í nokkrar sekúndur í bílnum í sjónum og velti því fyrir sér hvað hann ætti að gera. Aðspurður hvort sjórinn hafi flætt inn í bílinn á sama tíma svararði Hilmir því til að það hafi verið ótrúlegt hvað bíllinn hélt vatni. „Ég skrúfaði svo niður rúðuna og sem betur fer hélt rafmagnið," sagði Hilmir sem greip bakpokann sinn, síðan togaði hann sig upp á húdd bílsins. Þá voru þrír metrar í land. „Ég stökk þá í sjóinn en var ekki ofan í honum í meira en nokkrar sekúndur," sagði Hilmir sem átti þá allnokkra gönguferð eftir. Hann segist hafa gengið rösklega í sjoppuna á Fáskrúðsfirði sem var um 60 metrum frá slysstaðnum. Þegar hann var kominn þangað bað hann starfsmann verslunarinnar að hringja á lögregluna og dráttarbíl. Lögreglan kom stuttu síðar og unnið var að því að koma bílnum á þurrt land. Hilmir segir bílinn heldur illa farinn að það eigi eftir að skoða hann betur. Spurður hvernig honum líði eftir óhappið svaraði Hilmir: „Maður veit að ef það kemur eitthvað uppá, þá borgar sig að hugsa og framkvæma á fljótan hátt. En ekki flýta sér um of. Maður gerir sér líka grein fyrir því núna að í daglegu amstri þá er hættan alltaf til staðar. En menn hafa nú lent í meiri hættu svosem." Hilmir segist feginn að hann hafi farið út af veginum þarna en ekki á varhugaverðari köflum vegarins á leiðinni frá Egilsstöðum. Hann áréttar að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrakinn né kaldur eftir óhappið, í raun slapp hann furðu vel. „En þetta fær mann til þess að hugsa," sagði Hilmir að lokum. Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
„Ég held að hugurinn hafi frosið. Maður hugsaði bara um guð og jörð," segir Hilmir Arnarson, sem var hætt kominn í gær þegar hann missti stjórn á jepplingi sem hann ók og endaði í sjónum nálægt Fáskrúðsfirði. Hilmir, sem vinnur í álverinu á Reyðarfirði, var að koma frá Egilsstöðum þegar hann missti stjórn á bílnum. Bíllinn var afturhjóladrifinn og virðist hafa spólað á hálkubletti sem breytti stefnu bílsins mjög skyndilega. Hilmir lýsir óhappinu þannig að hann hafi í raun verið strax kominn út af veginum og þá tók við grýtt fjara. „Ég veit að ef ég hefði náð að beygja þá hefði bíllinn sennilega oltið," segir Hilmir sen var verulega brugðið þegar hann geystist stjórnlaust í áttina að hafinu. Hann segist feginn að bíllinn hafi ekki oltið enda staddur í miðri fjörunni. Bíllinn steyptist síðan ofan í sjóinn, „og þá var fjörið búið," sagði Hilmir. Hann segist hafa setið í nokkrar sekúndur í bílnum í sjónum og velti því fyrir sér hvað hann ætti að gera. Aðspurður hvort sjórinn hafi flætt inn í bílinn á sama tíma svararði Hilmir því til að það hafi verið ótrúlegt hvað bíllinn hélt vatni. „Ég skrúfaði svo niður rúðuna og sem betur fer hélt rafmagnið," sagði Hilmir sem greip bakpokann sinn, síðan togaði hann sig upp á húdd bílsins. Þá voru þrír metrar í land. „Ég stökk þá í sjóinn en var ekki ofan í honum í meira en nokkrar sekúndur," sagði Hilmir sem átti þá allnokkra gönguferð eftir. Hann segist hafa gengið rösklega í sjoppuna á Fáskrúðsfirði sem var um 60 metrum frá slysstaðnum. Þegar hann var kominn þangað bað hann starfsmann verslunarinnar að hringja á lögregluna og dráttarbíl. Lögreglan kom stuttu síðar og unnið var að því að koma bílnum á þurrt land. Hilmir segir bílinn heldur illa farinn að það eigi eftir að skoða hann betur. Spurður hvernig honum líði eftir óhappið svaraði Hilmir: „Maður veit að ef það kemur eitthvað uppá, þá borgar sig að hugsa og framkvæma á fljótan hátt. En ekki flýta sér um of. Maður gerir sér líka grein fyrir því núna að í daglegu amstri þá er hættan alltaf til staðar. En menn hafa nú lent í meiri hættu svosem." Hilmir segist feginn að hann hafi farið út af veginum þarna en ekki á varhugaverðari köflum vegarins á leiðinni frá Egilsstöðum. Hann áréttar að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega hrakinn né kaldur eftir óhappið, í raun slapp hann furðu vel. „En þetta fær mann til þess að hugsa," sagði Hilmir að lokum.
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira