Innlent

Bankamenn blekktu sjálfa sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Mathiesen segir að sjálfsblekking bankamanna hafi kannski verið mesta blekkingin. Mynd/ GVA.
Árni Mathiesen segir að sjálfsblekking bankamanna hafi kannski verið mesta blekkingin. Mynd/ GVA.
Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, segist ekki hafa borið ábyrgð á því að hafa eftirlit með bönkunum eða gera tillögur um það hvernig ætti að bregðast við þeirri stöðu sem var komin upp þegar í ljós kom að starfsemi bankanna byggðist á blekkingu. Árni var gestur Kastljóssins á RÚV í kvöld.

Árni sagði að bankamenn hefðu beitt blekkingum um stöðu bankanna í aðdraganda að bankahruninu. Stærsta blekkingin hefði kannski verið sjálfblekkingin hjá þeim. „Menn héldu að þeir myndu standa þetta allt af sér," sagði Árni.

Þá benti Árni á að bankamenn hefðu treyst á stuðning frá Seðlabankanum ef hlutirnir gengu ekki upp. Það hefði verið hluti vandans. „Menn urðu ásæknari vegna þess að þeir bjuggust við að ríkið myndi hlaupa undir bagga," sagði Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×