Innlent

Disney matreiðslubókin uppseld hjá útgefanda - mest selda bók ársins

Stóra Disney matreiðslubókin er mest selda bók landsins 2010, samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda og er nú uppseld aftur hjá útgefanda, þrátt fyrir viðbótarupplag sem prentað var nýlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgefanda og er þess getið að bókin hafi nú verið prentuð í 13.000 eintökum, sem sé mesta upplag sem prentað hefur verið af íslenskri bók á þessu ári.

„Útgefandi gerir ekki ráð fyrir að prenta meira af bókinni fyrir jól, en nokkur eintök enn til af henni í verslunum - en í öðrum er hún uppseld," segir ennfremur.

Þá er þess getið að bókin sé algjörlega unnin á Íslandi, af íslensku fagfólki og að fyrirhugað sé að gefa bókina út erlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×