Innlent

Bílaeldsneyti framleitt úr borholureyk

Svona er gert ráð fyrir að verksmiðjan muni líta út.
Svona er gert ráð fyrir að verksmiðjan muni líta út.

Framkvæmdir eru hafnar í Svartsengi við fyrstu verksmiðju sinnar tegundar í heiminum sem framleiðir metanól úr koltvísýringsútblæstri. Áætlað er að verksmiðjan verði komin í gagnið næsta vor.

Íslenskt fyrirtæki, Carbon Recycling, stendur að baki verkefninu og hefur samið við ÍAV um að reisa verksmiðjuna skammt frá orkuverinu í Svartsengi. Verksmiðjan mun nota koltvísýring úr borholum orkuversins og raforku þess til að framleiða metanól, öðru nafni tréspíritus, sem má nota sem vistvænt eldsneyti fyrir bíla. Aðferðin er vernduð með einkaleyfi.

Fjögur ár eru frá því undirbúningur hófst og hefur lítil tilraunaverksmiðja verið rekin undanfarin tvö og hálft ár á Höfðabakka í Reykjavík. Fullbyggð mun verksmiðjan við Grindavík geta framleitt fimm milljónir lítra af endurnýjanlegu metanóli á ári og er ætlunin að eldsneytið fari fyrst á innanlandsmarkað.

Aðstandendur Carbon Recycling fullyrða að með þessari aðferð geti Íslendingur ekki aðeins orðið sjálfum sér nógir um bílaeldsneyti í framtíðinni heldur einnig orðið útflytjendur eldsneytis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×