Gamlar glæður valda vandræðum á Facebook 6. desember 2010 21:00 Á Facebook eru það einna helst gamlar ástir sem eru eitur í beinum makans, segir Hafliði Kristinsson, fjölskyldu-og hjónabandsráðgjafi. „Jú, ég hef heyrt það á mínu fólki að Facebook og þessi netsamskipti hafi valdið því að slitnað hafi upp úr samböndum," segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Samkvæmt könnun meðal bandarískra skilnaðarlögfræðinga er hægt að rekja fimmtung allra skilnaða beint til Facebook- og Twitter-notkunar. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og fengust í breskri könnun nýverið. Þeir skilnaðarlögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu vissulega heyrt af Facebook-vandræðum í hjónaböndum og samböndum en voru ekki reiðubúnir til að kvitta upp á neina tölfræði í þeim efnum. Einn reyndur skilnaðarlögfræðingur sem vildi ekki koma fram undir nafni sagðist hafa komið að skilnaði þar sem Facebook var beinilínis nefnd sem meginorsök. Umræddur lögfræðingur sagði að sér virtist sem fólk átti sig ekki nægilega á Fésbókinni, að efnið sé þar fyrir allra augum. Jafnframt sagði hann að þess séu dæmi að Fésbókin sé notuð þegar fólk standi í skilnaði. Þá komi annar aðilinn til að mynda með útprent af síðunni þar sem sýnt er fram á að hinn aðilinn hafi ekki verið allur þar sem hann er séður.Hafliði Kristinsson, fjölskyldu-og hjónabandsráðgjafi, hefur hins vegar oft heyrt minnst á samskiptavefinn Facebook í samtölum sínum við skjólstæðinga. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja Facebook ábyrga fyrir skilnaði og sambandsslitum en hún er vissulega áhrifavaldur," segir Hafliði og nefnir þar sérstaklega sambönd sem ekki eru komin langt á veg. „Yfirleitt eru það gamlar kærustur eða gamlir kærastar sem valda óöryggi hjá hinum aðilanum og fólk veit ekki alveg hver tengslin eru við fortíðina," segir Hafliði og bætir því jafnframt við að rótgróin sambönd séu ekkert síður í hættu. Hafliði bendir á að Facebook sé tiltölulega nýtt samskiptaform og að hún hafi eiginlega opnað sambandið upp á gátt. Allt sé opið fyrir allra augum og vinabeiðni eða athugasemd geti valdið misskilningi. „Fólk á kannski að fara yfir vinahópinn og semja umferðarreglurnar saman," segir Hafliði. Vigfús Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, segir að netið í heild, hafi haft mikil áhrif og hann viti um skilnaði sem megi rekja beint til netnotkunar. „Makinn hefur kannski opnað tölvuna, rekist þar á mjög náin samtöl hins aðilans við einhvern utanaðkomandi og þá hefur allt sprungið," segir Vigfús en áréttar að netið sé yfirleitt bara kornið sem fylli mælinn. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira
„Jú, ég hef heyrt það á mínu fólki að Facebook og þessi netsamskipti hafi valdið því að slitnað hafi upp úr samböndum," segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Samkvæmt könnun meðal bandarískra skilnaðarlögfræðinga er hægt að rekja fimmtung allra skilnaða beint til Facebook- og Twitter-notkunar. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og fengust í breskri könnun nýverið. Þeir skilnaðarlögfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við höfðu vissulega heyrt af Facebook-vandræðum í hjónaböndum og samböndum en voru ekki reiðubúnir til að kvitta upp á neina tölfræði í þeim efnum. Einn reyndur skilnaðarlögfræðingur sem vildi ekki koma fram undir nafni sagðist hafa komið að skilnaði þar sem Facebook var beinilínis nefnd sem meginorsök. Umræddur lögfræðingur sagði að sér virtist sem fólk átti sig ekki nægilega á Fésbókinni, að efnið sé þar fyrir allra augum. Jafnframt sagði hann að þess séu dæmi að Fésbókin sé notuð þegar fólk standi í skilnaði. Þá komi annar aðilinn til að mynda með útprent af síðunni þar sem sýnt er fram á að hinn aðilinn hafi ekki verið allur þar sem hann er séður.Hafliði Kristinsson, fjölskyldu-og hjónabandsráðgjafi, hefur hins vegar oft heyrt minnst á samskiptavefinn Facebook í samtölum sínum við skjólstæðinga. „Ég veit ekki hvort það er hægt að segja Facebook ábyrga fyrir skilnaði og sambandsslitum en hún er vissulega áhrifavaldur," segir Hafliði og nefnir þar sérstaklega sambönd sem ekki eru komin langt á veg. „Yfirleitt eru það gamlar kærustur eða gamlir kærastar sem valda óöryggi hjá hinum aðilanum og fólk veit ekki alveg hver tengslin eru við fortíðina," segir Hafliði og bætir því jafnframt við að rótgróin sambönd séu ekkert síður í hættu. Hafliði bendir á að Facebook sé tiltölulega nýtt samskiptaform og að hún hafi eiginlega opnað sambandið upp á gátt. Allt sé opið fyrir allra augum og vinabeiðni eða athugasemd geti valdið misskilningi. „Fólk á kannski að fara yfir vinahópinn og semja umferðarreglurnar saman," segir Hafliði. Vigfús Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, segir að netið í heild, hafi haft mikil áhrif og hann viti um skilnaði sem megi rekja beint til netnotkunar. „Makinn hefur kannski opnað tölvuna, rekist þar á mjög náin samtöl hins aðilans við einhvern utanaðkomandi og þá hefur allt sprungið," segir Vigfús en áréttar að netið sé yfirleitt bara kornið sem fylli mælinn. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Innlent Fleiri fréttir Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Þörf á ítarlegri rannsóknum vegna Vestmannaeyjaganga Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Úkraínuforseti gagnrýnir hik vestrænna leiðtoga Þessi eru í forystusætunum Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jakob Frímann til liðs við Miðflokkinn Fréttamannafundur utanríkisráðherra Norðurlandaráðs Kennaraverkföll og göng til Eyja Segir íslenska ríkið fordæma ákvörðun ísraelska þingsins Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi Sakborningur á áttræðisaldri segist hafa fengið greiðslur frá syni sínum Líkur aukast á eldgosi í lok nóvember Úkraínski fáninn verði við ráðhúsið þar til fullnaðarsigur hefur unnist Rithöfundar sjaldan verið í eins harðri samkeppni um athygli og nú Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Vinnuvél valt í Gilinu á Akureyri „Mikilvægt að láta ekki hugfallast“ Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur „Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Bein útsending: Kynna skýrslu um fýsileika jarðgangna til Vestmannaeyja Koma saman til að minnast Geirs Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut Magnús Karl tekur slaginn við Silju Báru Norðurlandaráðsþing, Selenskí og kennarar leggja niður störf Sjá meira