Innlent

Skulda 20 milljarða í meðlag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlkyns meðlagsgreiðendur skulduðu 20 milljarða króna í meðlagsgreiðslur í lok nóvember síðastliðins. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar, ráðherra sveitastjórnarmála, við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Í svarinu kemur fram að karlkyns meðlagsgreiðendur eru alls um 11 þúsund talsins. Kvenkyns meðlagsgreiðendur eru 558 talsins og skulda þær rösklega 575 milljónir króna.

Vanskil karla í árslok 2008 voru rúmlega 17 milljarðar króna og því lætur nærri að þau hafi aukist um 3 milljarða á einungis tveimur árum. Vanskil kvenkyns meðlagsgreiðenda voru hins vegar um 447 milljónir króna fyrir tveimur árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×