Innlent

Þyrla Gæslunnar sótti veikan dreng

Jón Hákon Halldórsson skrifar
TF LÍF flaug í Stykkishólm í kvöld. Mynd/ Pjetur.
TF LÍF flaug í Stykkishólm í kvöld. Mynd/ Pjetur.
TF LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út klukkan hálfsjö í kvöld eftir að læknir í Stykkishólmi óskaði eftir aðstoð þyrlunnar við að flytja slasaðan dreng á spítala í Reykjavík.

Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík um klukkan korter í sjö og lenti á flugvellinum við Stykkishólm klukkan 19:17, þar sem sjúkrabifreið beið með drenginn ásamt móður sinni.

Drengurinn var fluttur um borð í þyrluna og fór hún að nýju í loftið fáeinum mínútum seinna. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:59. Drengurinn mun hafa fengið slæman heilahristing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×