Innlent

Ættleiðingardagar í Kattholti

Frá Kattholti fyrr í dag. Jólabasarinn hófst í morgun.
Frá Kattholti fyrr í dag. Jólabasarinn hófst í morgun.
Um helgina fara fram ættleiðingardagar í Kattholti þar sem dýravinum gefst kostur á að skoða og ættleiða ketti sem eru í heimilisleit. Jafnframt fer fram jólabasar til styrktar heimilislausum köttum en þar eru m.a. til sölu jólakort, ýmsir jólamunir og skraut ásamt bókinni Köttum til varnar. Einnig er boðið upp á nýbakaðar vöfflur, kaffi og ávaxtasafa á vægu gjaldi.

Kattholt verður opið til klukkan 16 í dag en á morgun verður opið frá klukkan 13 til 17. „Allir dýravinir eru hjartanlega velkomnir og hvattir til að kíkja í heimsókn,“ að því er fram kemur í tilkynningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×