Ekki steinn yfir steini 24. júní 2010 06:00 Lög nr. 38 um vexti og verðtryggingu voru samþykkt á Alþingi 19. maí 2001 með atkvæðum 36 þingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerð með frumvarpinu stendur: „Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. ... Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi." Vilji löggjafans gat varla skýrari verið. Hvað voru þau að hugsa?@Megin-Ol Idag 8,3p :Meðal þeirra, sem tryggðu framgang málsins á Alþingi með atkvæði sínu, voru Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Hinir þingmennirnir 32, sem samþykktu gengisbindingarbannið á Alþingi, voru Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni R. Árnason, Árni Johnsen, Ásta Möller, Björn Bjarnason, Drífa Hjartardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Gunnar Birgisson, Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Hjálmar Jónsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Jón Kristjánsson, Katrín Fjeldsted, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Páll Magnússon, Páll Pétursson, Pétur H. Blöndal, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Sverrir Hermannsson, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.Enginn þessara 36 þingmanna brást við, þegar bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki hófu nokkru síðar að binda lán í stórum stíl við gengi erlendra gjaldmiðla í blóra við lögin. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um ásetning bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþings lýsir því, hvernig þau prönguðu gengisbundnum lánum við lágum vöxtum inn á viðskiptavini sína vitandi vits um, að gengi krónunnar hlaut að falla og viðskiptavinirnir mundu þá sitja eftir með sárt ennið. Bankarnir veðjuðu sjálfir á, að krónan myndi falla, enda var hún allt of hátt skráð fram að hruni, þótt þeir héldu öðru fram við grunlausa viðskiptavini. Varan var svikin. Vörusvik varða við lög auk þess sem sjálf gengisbindingin var ólögleg.Samt hreyfði enginn þingmannanna 36 andmælum gegn gengisbindingu lánasamninga í tugþúsundatali. Hvað voru þau að hugsa? Hvar var nefndin, sem samdi frumvarpið og greinargerðina með því? Hver hélt á pennanum? Hvers vegna gaf hann sig ekki fram eða hún? Hvar var Seðlabankinn með heila lögfræðideild á sínum snærum? Hvar var Fjármálaeftirlitið? Og hvar voru ráðherrarnir fjórir, sem höfðu forustu um að banna gengisbundnar lánveitingar með lögum og lyftu síðan ekki litla fingri til að stöðva lögbrotin? (Einn þeirra var einmitt í Seðlabankanum.) Hvað ætli Dönum finnist um Ísland? Hvað finnst þér? Endurskoðun sjálftekinna eftirlaunaEigum við virkilega að halda áfram að greiða þessu fólki margföld sjálftekin eftirlaun þrátt fyrir svo grófa vanrækslu í starfi? Alþingi hefur nú einstakt tækifæri til að sýna hug sinn í verki með því að samþykkja þingsályktunartillögu Þráins Bertelssonar. Hún hljóðar svo: "Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis eða ríkisstjórninni að samið verði að pólskri fyrirmynd frumvarp að lögum um endurskoðun eftirlauna og skyldra hlunninda þeirra manna sem rannsóknarnefnd Alþingis telur hafa "sýnt vanrækslu" í aðdraganda bankahrunsins, og annarra eftir atvikum." Tillagan hefur legið í salti á Alþingi síðan 14. maí og liggur þar enn. Enginn þingmaður hefur sýnt henni snefil af áhuga nema flutningsmaðurinn, sem stendur einn að tillögunni. Fólkið í landinu ætti að brýna þingmenn til að fylkja sér um tillögu Þráins. Látum þau finna til tevatnsins.Uppgjör hrunsins þarf að hvíla á tveim stoðum. Armur laganna þarf að ná til margra bankamanna og annarra. Dómur Hæstaréttar í gengisbindingarmálinu bendir til, að stjórnmálastéttin og bankarnir geti ekki lengur reitt sig á þægilega dóma, þegar mikið liggur við, líkt og gerðist til dæmis í Vatneyrardómi Hæstaréttar í kvótamálinu 2001. Rétturinn sneri þá við blaðinu og beygði sig undir vilja ríkisstjórnarinnar. Nú hefur Hæstiréttur ríkari ástæðu til að óttast reiði almennings en vesælt andvarp máttlausrar ríkisstjórnar. Meira þarf til en dóma yfir lögbrjótum. Löggjafinn hefur í hendi sér að taka á þeim, sem hafa brotið af sér, þótt vanræksla þeirra varði ekki endilega við lög. Endurskoðun sjálftekinna eftirlauna og skyldra hlunninda stjórnmálamanna og embættismanna, sem hafa gert sig seka um grófa vanrækslu í starfi, er fær leið að því marki eins og ný lög í Póllandi vitna um. Þingsályktunartillaga Þráins Bertelssonar miðar að slíkri endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun
Lög nr. 38 um vexti og verðtryggingu voru samþykkt á Alþingi 19. maí 2001 með atkvæðum 36 þingmanna, 19 sátu hjá, 8 voru fjarverandi. Lögin eru skýr. Í greinargerð með frumvarpinu stendur: „Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. ... Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi." Vilji löggjafans gat varla skýrari verið. Hvað voru þau að hugsa?@Megin-Ol Idag 8,3p :Meðal þeirra, sem tryggðu framgang málsins á Alþingi með atkvæði sínu, voru Davíð Oddsson forsætisráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra. Hinir þingmennirnir 32, sem samþykktu gengisbindingarbannið á Alþingi, voru Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni R. Árnason, Árni Johnsen, Ásta Möller, Björn Bjarnason, Drífa Hjartardóttir, Einar K. Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, Guðjón A. Kristjánsson, Guðmundur Hallvarðsson, Guðni Ágústsson, Gunnar Birgisson, Halldór Blöndal, Hjálmar Árnason, Hjálmar Jónsson, Ísólfur Gylfi Pálmason, Jón Kristjánsson, Katrín Fjeldsted, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Ólafur Örn Haraldsson, Páll Magnússon, Páll Pétursson, Pétur H. Blöndal, Sigríður A. Þórðardóttir, Sólveig Pétursdóttir, Sturla Böðvarsson, Sverrir Hermannsson, Tómas Ingi Olrich, Vilhjálmur Egilsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.Enginn þessara 36 þingmanna brást við, þegar bankarnir og önnur fjármálafyrirtæki hófu nokkru síðar að binda lán í stórum stíl við gengi erlendra gjaldmiðla í blóra við lögin. Enginn þarf lengur að velkjast í vafa um ásetning bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþings lýsir því, hvernig þau prönguðu gengisbundnum lánum við lágum vöxtum inn á viðskiptavini sína vitandi vits um, að gengi krónunnar hlaut að falla og viðskiptavinirnir mundu þá sitja eftir með sárt ennið. Bankarnir veðjuðu sjálfir á, að krónan myndi falla, enda var hún allt of hátt skráð fram að hruni, þótt þeir héldu öðru fram við grunlausa viðskiptavini. Varan var svikin. Vörusvik varða við lög auk þess sem sjálf gengisbindingin var ólögleg.Samt hreyfði enginn þingmannanna 36 andmælum gegn gengisbindingu lánasamninga í tugþúsundatali. Hvað voru þau að hugsa? Hvar var nefndin, sem samdi frumvarpið og greinargerðina með því? Hver hélt á pennanum? Hvers vegna gaf hann sig ekki fram eða hún? Hvar var Seðlabankinn með heila lögfræðideild á sínum snærum? Hvar var Fjármálaeftirlitið? Og hvar voru ráðherrarnir fjórir, sem höfðu forustu um að banna gengisbundnar lánveitingar með lögum og lyftu síðan ekki litla fingri til að stöðva lögbrotin? (Einn þeirra var einmitt í Seðlabankanum.) Hvað ætli Dönum finnist um Ísland? Hvað finnst þér? Endurskoðun sjálftekinna eftirlaunaEigum við virkilega að halda áfram að greiða þessu fólki margföld sjálftekin eftirlaun þrátt fyrir svo grófa vanrækslu í starfi? Alþingi hefur nú einstakt tækifæri til að sýna hug sinn í verki með því að samþykkja þingsályktunartillögu Þráins Bertelssonar. Hún hljóðar svo: "Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis eða ríkisstjórninni að samið verði að pólskri fyrirmynd frumvarp að lögum um endurskoðun eftirlauna og skyldra hlunninda þeirra manna sem rannsóknarnefnd Alþingis telur hafa "sýnt vanrækslu" í aðdraganda bankahrunsins, og annarra eftir atvikum." Tillagan hefur legið í salti á Alþingi síðan 14. maí og liggur þar enn. Enginn þingmaður hefur sýnt henni snefil af áhuga nema flutningsmaðurinn, sem stendur einn að tillögunni. Fólkið í landinu ætti að brýna þingmenn til að fylkja sér um tillögu Þráins. Látum þau finna til tevatnsins.Uppgjör hrunsins þarf að hvíla á tveim stoðum. Armur laganna þarf að ná til margra bankamanna og annarra. Dómur Hæstaréttar í gengisbindingarmálinu bendir til, að stjórnmálastéttin og bankarnir geti ekki lengur reitt sig á þægilega dóma, þegar mikið liggur við, líkt og gerðist til dæmis í Vatneyrardómi Hæstaréttar í kvótamálinu 2001. Rétturinn sneri þá við blaðinu og beygði sig undir vilja ríkisstjórnarinnar. Nú hefur Hæstiréttur ríkari ástæðu til að óttast reiði almennings en vesælt andvarp máttlausrar ríkisstjórnar. Meira þarf til en dóma yfir lögbrjótum. Löggjafinn hefur í hendi sér að taka á þeim, sem hafa brotið af sér, þótt vanræksla þeirra varði ekki endilega við lög. Endurskoðun sjálftekinna eftirlauna og skyldra hlunninda stjórnmálamanna og embættismanna, sem hafa gert sig seka um grófa vanrækslu í starfi, er fær leið að því marki eins og ný lög í Póllandi vitna um. Þingsályktunartillaga Þráins Bertelssonar miðar að slíkri endurskoðun.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun