140 myndir frá 29 löndum 16. september 2010 09:30 hátíðin kynnt Hrönn Marinósdóttir lofar glæsilegustu kvikmyndahátíðinni til þessa. Veislan hefst 23. september og stendur yfir í ellefu daga.fréttablaðið/stefán Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, hefst eftir eina viku. 140 kvikmyndir verða sýndar frá 29 löndum. Tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin í sjöunda sinn dagana 23. september til 3. október. Dagskráin liggur nú ljós fyrir og er hún sú glæsilegasta til þessa með 140 myndum frá 29 löndum. „Það hafa aldrei verið fleiri myndir en í ár og það er búinn að vera gríðarlega mikill undirbúningur hjá fjölda manns,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá RIFF. „Þarna verða frábærar myndir, til dæmis myndir sem voru að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum,“ segir hún og á þar við myndirnar Attenberg og Silent Souls. Um tvö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir á hátíðina, þar á meðal blaðamenn frá New York Magazine, kvikmyndasíðunum Indiewire.com og Screendaily.com og Jyllands-Posten í Danmörku. Aðilar frá kvikmyndafyrirtækjum á borð við Fortissimo og Magnolia eru einnig á leiðinni til landsins í fyrsta sinn. „Þetta eru miklu fleiri gestir en hafa komið. Ég veit ekki hvort það er hagstætt gengi krónunnar eða eitthvað annað en við höfum fundið fyrir miklum áhuga hjá fólki í kvikmyndabransanum,“ segir Hrönn. Þessi sjöunda RIFF-hátíð leggst vel í hana enda hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg undanfarin ár. Á fyrstu hátíðina mættu um þrjú þúsund manns en í fyrra voru gestirnir um 22 þúsund talsins. „Það er oft sagt að sjöunda árið sé mikilvægt ár á kvikmyndahátíðum. Þetta er kannski svipað og með hjónabandið. Þarna kemur í ljós hvort það gengur eða gengur ekki,“ segir hún og hlær. Alls verða um 350 kvikmyndasýningar á þessum ellefu dögum sem hátíðin fer fram. Þá verða fimm málþing haldin, sjö masterklassar og umræður, fernir tónleikar og átján sérviðburðir. Myndunum er skipt niður í fjórtán mismunandi flokka en þar ber hæst Vitranir þar sem tólf myndir keppa um aðalverðlaunin, Gyllta lundann. Einn flokkur á hátíðinni er nýr af nálinni og nefnist hann Betri heimur. Þar verða sýndar myndir sem fjalla um mannréttindamál. 28 íslenskar myndir verða einnig sýndar í flokknum Ísland í brennidepli. Opnunarmynd RIFF í ár er bandaríska gamanmyndin Cyrus með John C. Reilly, Johan Hill og Marisu Tomei í aðalhlutverkum. Heiðursgestur verður bandaríski leikstjórinnn Jim Jarmusch. Miðasala á hátíðina er hafin og fer hún fram í upplýsingamiðstöð RIFF í verslun Eymundssonar í Austurstræti. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Riff.is. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira