Handbolti

Erna fór með til Bretlands - Ásta Birna meidd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Þráinsdóttir bættist inn í landsliðshópinn fyrir leikinn á móti Bretum.
Erna Þráinsdóttir bættist inn í landsliðshópinn fyrir leikinn á móti Bretum. Mynd/
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari A-liðs kvenna, þurfti að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikinn á móti Bretlandi í London á morgun.

Framarinn Ásta Birna Gunnarsdóttir meiddist í lokaleiknum í deildinni á móti Val á laugardaginn og missti því að ferðinni til London en í staðinn valdi Júlíus Haukakonuna Ernu Þráinsdóttur.

Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir æfði ekki með íslenska liðinu í dag vegna veikinda en það eru ágætar líkur á því að hún verði búin að ná sér fyrir leikinn á morgun

Hópurinn er annars þannig skipaður:

Markverðir:

Berglind Íris Hansdóttir, Valur

Íris Björk Símonardóttir, Fram

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Valur

Arna Erlingsdóttir, KA/Þór

Arna Sif Pálsdóttir, Horsens HK

Elísabet Gunnardóttir, Stjarnan

Erna Þráinsdóttir, Haukum

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Haukar

Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Stjarnan

Hrafnhildur Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, Fram

Rakel Dögg Bragadóttir, Levanger

Rebekka Rut Skúladóttir, Valur

Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Stella Sigurðardóttir, Fram

Sunna Jónsdóttir, Fylkir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×