Lífið

Jenni flytur til Danmerkur

Jenni flytur með fjölskyldu sína til Danmerkur þar sem hann og kona hans setjast á skólabekk.fréttablaðið/róbert
Jenni flytur með fjölskyldu sína til Danmerkur þar sem hann og kona hans setjast á skólabekk.fréttablaðið/róbert
„Já það er rétt. Við fjölskyldan erum að flytja til Danmerkur,“ segir Jens Ólafsson, betur þekktur sem Jenni í Brain Police.

Jenni leggur land undir fót í næstu viku til Danmerkur þar sem kona hans, Elín Hólmarsdóttir, bíður hans. Fjölskyldan ætlar að flytja til Århus þar sem Jenni hefur skráð sig í rafmagnsverkfræði og Elín í meinatækni. Jenni segir dóttur þeirra, sem er ellefu ára, vera mjög spennta fyrir því að prufa að búa í öðru landi.

„Ég heyrði af því í gær að það væri ekki mikið um rokk í Danmörku þar sem allir strákarnir kunna að dansa. Þannig að ég er ekki viss hvernig landið liggur þarna í sambandi við rokkið,“ segir Jenni, spurður hvort hann ætli sér að grípa í míkrafóninn í nýju landi, en hann er af mörgum talinn einn öflugasti rokksöngvari landsins – og þótt víðar væri leitað.

Fjölskyldan hefur lengi haft löngun til að breyta til og þar sem Brain Police er ekki starfandi í bili tóku þau ákvörðun um að stökkva á tækifærið.

„Ég er að kveðja alla hér heima þessa dagana. Það var óvæntur hittingur hjá vinahópnum í gær og síðan ætla ég norður um helgina. Þar á ég tvær ömmur, eina langömmu og að sjálfsögðu fullt af vinum sem ég ætla að kveðja og svo fer ég bara út,“ segir söngvarinn spenntur fyrir þessu nýja ævintýri fjölskyldunnar. - ls





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.