Sport

ÍR með mikla yfirburði á MÍ í frjálsum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Bergur Ingi vann sleggjukastið.
Bergur Ingi vann sleggjukastið. Fréttablaðið/Vilhelm
Fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum er lokið en ÍR er efst í keppninni. Munar mestu um gríðarlega yfirburði þess í kvennaflokki en FH er efst í karlaflokki. Nítján greinum er lokið en kvennalið ÍR hlaut 13.228 stig en í öðru sæti er HSK/UMF Selfoss með 3199 stig. FH hefur hlotið 7466 stig í karlafloki en UFA er með 6095 stig í öðru sætinu. ÍR er samtals með 18.054 stig en FH 10.466. Breiðablik hefur 7478 stig í þriðja sætinu. Öll úrslit dagsins má sjá á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins, hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×