LungA haldin í tíunda skipti 10. júlí 2010 08:00 Framkvæmdaráð LungA Allt er nú að verða tilbúið á Seyðisfirði fyrir hina árlegu listahátíð LungA. Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ linda@frettabladid.is LungA Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Listahátíðin LungA hefst á mánudaginn. Á hátíðinni má finna listasmiðjur, kvöldskemmtanir, tónleikaveislur og uppskeruhátíð svo eitthvað sé nefnt. Mánudaginn 12. júlí hefst hin árlega listahátíð LungA sem haldin er á Seyðisfirði. Hátíðin hefst með opnunarathöfn þar munu leiðbeinendur og LungAráð kynna sig ásamt ýmsum listauppákomum. Einnig mun söngkonan Lay Low spila fyrir gesti. Þetta er tíunda árið sem hátíðin er haldin og því má ætla að miklum áfanga sé náð í huga aðstandenda. Hún var haldin árið 2000 í fyrsta sinn í þeirri mynd sem hún er í dag. Þá tóku um 20 ungmenni þátt í listasmiðjunum. Í ár eru um 98 ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem skráð eru í smiðjurnar. Í ár koma einnig 30 ungmenni að utan, tólf frá Danmörku, tólf frá Finnlandi og átta frá Noregi. Tískusýningar eru meðal þess sem er á dagskrá LungA. „Ég held þetta verði æðislegt! Við erum öll mætt tímalega í fyrsta sinn fyrir hátíðina og náum að vera smá tíma saman áður en hún byrjar. Við hlökkum allavega rosalega til,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn af stofnendum listahátíðarinnar LungA. Framkvæmdaráð telur um átta manns auk framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Borgþórsdóttur, sem gengur undir nafninu mamma-LungA. Að auki verða um 20 sjálfboðaliðar frá Veraldarvinum sem sjá um gæslu á hátíðinni. Auk listasmiðja yfir daginn eru uppákomur öll kvöld sem opnar eru almenningi. Um helgina er mikil dagskrá sem um 3.000-4.000 manns hafa sótt síðustu ár. „Á laugardaginn verður Pop Up markaður, listaopnanir og við frumsýnum LungAbókina sem gefin verður út í tilefni afmælisins,“ segir Björt. „Auk þess erum við með tónleikaveislur alla helgina en aðalafmælistónleikarnir eru á laugardaginn frá klukkan 16 til eitt eftir miðnætti þar sem spilað er á tveimur sviðum. Slegið verður upp grillveislu þar sem veitingar verða til sölu auk þess sem gestir hafa tök á því að mæta með sinn eigin mat og grilla.“ linda@frettabladid.is
LungA Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira