Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið réði ekki við ofvöxt bankanna

Fjármálaeftirlitið hafði undan að veita bönkunum aðhald vegna ofvaxtar.
Fjármálaeftirlitið hafði undan að veita bönkunum aðhald vegna ofvaxtar.

Rannsóknarnefnd Alþingis segir að að vöxtur bankanna hafi verið svo mikill og áhættusamur að hann hafi ekki samræmst langtímahagsmunum trausts banka. Hins vegar hafi verið sterkir hvatar til vaxtar innan bankanna.

„Þeir hvatar hafi meðal annars falist í hvatakerfum bankanna og einnig í mikilli skuldsetningu stærstu eigenda. Rannsóknarnefndin telur að eftirlitsaðilum hafi mátt vera ljóst að slíkir hvatar væru til staðar og að ástæða væri til að hafa áhyggjur af hinum hraða vexti. Aftur á móti er ljóst að Fjármálaeftirlitið, sem var aðaleftirlitsaðili bankanna, óx ekki í samræmi við vöxt hinna eftirlitsskyldu aðila og réð af þeirri ástæðu illa við verkefni sín," segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×