Innlent

Dádýrshausinn kominn í leitirnar

Dádýrshausinn er kominn í leitirnar.
Dádýrshausinn er kominn í leitirnar.
Dádýrshausinn og framhlaðningurinn sem Vísir sagði frá 7.júní síðastliðinn eru fundnir. Þjófar brutust inn í sumarbústað í Miðhúsaskógi í Árnessýslu í maímánuði og höfðu á brott með sér forláta dádýrshaus og ævagamla byssu. Það var lögreglan í Reykjavík sem gómaði þjófana um miðjan maí og voru þeir á stolnum bíl. Byssan fannst hjá þjófunum en eitthvað virðist dádýrshausinn hafa misfarist hjá þjófunum.

Eftir að Vísir fjallaði um málið tókst lögreglunni á Selfossi að finna hausinn og er hann nú í vörslu lögreglunnar.

Þjófurinn stal einnig ávaxtapressu, en hún er ekki enn fundin.




Tengdar fréttir

Þjófs með dádýrshaus leitað

Lögregla leitar grunsamlegs manns með hyrndan dádýrshaus og eldgamlan framhlaðning í fórum sínum. Þjófur sem braust inn í sumarbústað í Miðhúsaskógi í Árnessýslu hafði á brott með sér forláta dádýrshaus og ævagamla byssu, sem er safngripur og ónothæf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×