Innskeifar og þokkafullar 8. júní 2010 06:00 Einu sinni, fyrir ekki svo langa löngu, var ég lítill og fáránlega útskeifur krakki. Mér fannst ekki töff að vera eins og kvenkyns barnaútgáfan af Chaplin og æfði mig stundum í laumi að ganga beint eftir línu. Hins vegar þakkaði ég fyrir að fæturnir á mér sneru þó ekki inn á við. Í barnæsku minni tilheyrðu þeir innskeifu nefnilega varnarlausum minnihlutahópum, settir í hóp með rauðhærðum og freknóttum, feitabollum og gleraugnaglámum. Þeim mátti stríða. Eitthvað hefur breyst frá því ég var krakki. Kannski eru mömmur hættar að gleðjast yfir hraustlegum dætrum beinum í baki með eplakinnar. Kyssa stelpurnar sínar bless á morgnana, eftir að hafa vigtað ofan í þær sojamorgunbaunir, ýta herðunum um leið aðeins fram á við og kalla á eftir þeim „inn með tærnar elskan!" Í dag þykir nefnilega flott að vera innskeifur með kryppu. Guðdómlega fallegu risarnir á síðum tískutímaritanna eru líka orðnir innskeifir og svo hoknir í herðum að þeir líta út fyrir að vera að bugast undan kílóunum fjörutíu sem beinin ein bera uppi. Það er ekki á þeim að sjá að þeir séu duglegir að drekka mjólk og borða ost. Það er ekkert nýtt að konum sé í auglýsingum stillt upp eins og það sé eitthvað að hjá þeim. Að líkamstjáningin bendi til þess að þær séu þroskahamlaðar, ægilega saklausar og varnarlausar. En þær er víðar að finna en í tímaritunum. Til dæmis á tískubloggunum sem eru orðin lífsnauðsynleg nútímakonum sem vilja fylgjast með. Á þeim birta bloggarar, oftast sjúklega sætar gyðjur sem venjulegar stelpur vilja líkjast, myndir af sjálfum sér. Þar er ritstjórinn yfirleitt bara einn, sú hin sama og situr fyrir á myndunum og jafnvel smellir af líka. Og alltaf er hún innskeif. Ég vildi að ég gæti með góðri samvisku sagt og meinað: „Usss! hvað þetta er asnaleg stelling sem þetta stelpugrey er í. Hverjum dettur í hug að þetta sé flott?" En það er nú ekki svo. Þó ég sé fyrir löngu hætt að láta mig dreyma um að stólparnir sem ég hef fyrir fætur breytist í pinna og bífurnar breyti um stefnu er ég einkennilega skotin í þessum afkáralegu stelpum. Á meðan skynsemin segir mér að það sé eitthvað athugavert við það sem ég er að horfa á, finnst mér þær bæði sætar og flottar. Getur verið að innst inni langi mig að vera innskeifur kroppinbakur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Einu sinni, fyrir ekki svo langa löngu, var ég lítill og fáránlega útskeifur krakki. Mér fannst ekki töff að vera eins og kvenkyns barnaútgáfan af Chaplin og æfði mig stundum í laumi að ganga beint eftir línu. Hins vegar þakkaði ég fyrir að fæturnir á mér sneru þó ekki inn á við. Í barnæsku minni tilheyrðu þeir innskeifu nefnilega varnarlausum minnihlutahópum, settir í hóp með rauðhærðum og freknóttum, feitabollum og gleraugnaglámum. Þeim mátti stríða. Eitthvað hefur breyst frá því ég var krakki. Kannski eru mömmur hættar að gleðjast yfir hraustlegum dætrum beinum í baki með eplakinnar. Kyssa stelpurnar sínar bless á morgnana, eftir að hafa vigtað ofan í þær sojamorgunbaunir, ýta herðunum um leið aðeins fram á við og kalla á eftir þeim „inn með tærnar elskan!" Í dag þykir nefnilega flott að vera innskeifur með kryppu. Guðdómlega fallegu risarnir á síðum tískutímaritanna eru líka orðnir innskeifir og svo hoknir í herðum að þeir líta út fyrir að vera að bugast undan kílóunum fjörutíu sem beinin ein bera uppi. Það er ekki á þeim að sjá að þeir séu duglegir að drekka mjólk og borða ost. Það er ekkert nýtt að konum sé í auglýsingum stillt upp eins og það sé eitthvað að hjá þeim. Að líkamstjáningin bendi til þess að þær séu þroskahamlaðar, ægilega saklausar og varnarlausar. En þær er víðar að finna en í tímaritunum. Til dæmis á tískubloggunum sem eru orðin lífsnauðsynleg nútímakonum sem vilja fylgjast með. Á þeim birta bloggarar, oftast sjúklega sætar gyðjur sem venjulegar stelpur vilja líkjast, myndir af sjálfum sér. Þar er ritstjórinn yfirleitt bara einn, sú hin sama og situr fyrir á myndunum og jafnvel smellir af líka. Og alltaf er hún innskeif. Ég vildi að ég gæti með góðri samvisku sagt og meinað: „Usss! hvað þetta er asnaleg stelling sem þetta stelpugrey er í. Hverjum dettur í hug að þetta sé flott?" En það er nú ekki svo. Þó ég sé fyrir löngu hætt að láta mig dreyma um að stólparnir sem ég hef fyrir fætur breytist í pinna og bífurnar breyti um stefnu er ég einkennilega skotin í þessum afkáralegu stelpum. Á meðan skynsemin segir mér að það sé eitthvað athugavert við það sem ég er að horfa á, finnst mér þær bæði sætar og flottar. Getur verið að innst inni langi mig að vera innskeifur kroppinbakur?