Lífið

Dr. Gunni klikkaði á Herra Rokk

peðið hvarf aftur Dr. Gunni kennir sjálfum sér um að Rúnnapeðið var ekki heldur með í nýja Popppunktsspilinu.
Fréttablaðið/Valli
peðið hvarf aftur Dr. Gunni kennir sjálfum sér um að Rúnnapeðið var ekki heldur með í nýja Popppunktsspilinu. Fréttablaðið/Valli

„Þetta er ótrúlegt. Ég veit ekki alveg hvar klikkið átti sér stað, en þetta er að sjálfsögðu mér að kenna," segir tónlistarsérfræðingurinn og spilagerðarmaðurinn Dr. Gunni.

Nýja Popppunktsspilið er komið í valdar verslanir. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum átti draumur Rúnars Júlíussonar heitins að rætast með útgáfu spilsins, en hann átti að vera eitt af tólf spilapeðum. Hann datt út úr fyrra spilinu á síðustu stundu og sagan endurtók sig við útgáfu nýja spilsins.

„Ég ætlaði að hafa Rúnar en svo hef ég ekki gert það. Ég skrifa þetta á fyrstu einkenni Alzheimer. Það er frekar fúlt að þessi Alzheimer light-sjúkdómur hafi komið í veg fyrir að Rúnar væri með í Popppunktsspilinu," segir doktorinn.

Hvarf Rúnnapeðsins var þó ekki eins dularfullt í fyrra spilinu, eins og Gunni útskýrir.

„Í fyrra spilinu var allt klappað og klárt. Ég var búinn að tala við fullt af fólki og þar á meðal Rúnar," rifjar hann upp.

„Svo fannst útgefandanum sniðugt að hafa Herbert [Guðmundsson] með og ég var ekkert búinn að tala við hann. Þannig að hann setti Herbert inn og tók Rúnar út. Svo var Herbert alveg brjálaður því að það var ekki búið að tala við hann. Og Rúnar var frekar fúll líka."

Spilið kemur í fleiri verslanir í lok nóvember, en þeir sem vilja vera goðsögnin Rúnar Júlíusson í spilinu verða að taka upp föndurkassann. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.