Körfubolti

ÍR-ingar bæta við sig bandarískum leikstjórnanda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steinar Arason er kominn með nýjan liðsfélaga.
Steinar Arason er kominn með nýjan liðsfélaga. Mynd/Valli

ÍR-ingar gafa ákveðið að styrkja liðið sitt með bandarískum leikstjórnenda. Mike Jefferson hefur gert samnig við liðið og mun klára með þeim tímabilið í Iceland Express deildinni.

Jefferson er 25 ára leikstjórnandi og kemur frá Bandaríkjunum. Hann lék með svissneska liðinu Geneve Devils tímabilið 2008-2009 við góðan orðstír.

Mike Jefferson var með 15,7 stig og 5,4 stoðsendingar með Geneva Devils í svissnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili þar sem hann hitti úr 34,8 prósent þriggja stiga skota sinna og 86,4 prósent vítanna.

Mike Jefferson var með 11,6 stig og 5,1 stoðsendingu að meðaltali á þremur árum sínum með High Point háskólanum en hann lék tvö þeirra tímabila með Landon Quick, núverandi leikmanni Hauka og fyrrum leikmanni Skallagríms.



Á síðasta ári sínu saman var Jefferson með mun betri tölur en Quick, var með 13,0 stig og 6,9 stoðsendingar á móti 8,2 stigum og 3,8 stoðsendingum hjá Quick.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×