Lífið

Sean Penn loksins skilinn

Sean og Robin voru gift í fjórtán ár
Sean og Robin voru gift í fjórtán ár
Leikararnir Sean Penn og Robin Wright hafa komist að samkomulagi um meðlag, makalífeyri, forræði yfir syni þeirra og skiptingu eigna.

Fjórtán ára hjónabandi þeirra er loksins opinberlega lokið. Þau giftust árið 1996 eftir að hafa verið saman í fimm ár. Þau eiga tvö börn, nítján ára stúlku sem heitir Dylan og sautján ára dreng að nafni Hopper. Brestir komu í hjónabandið í desember 2007, þegar þau fylltu út skilnaðarpappíra. Fjórum mánuðum síðar sættust þau og settu skilnaðarferlið á ís.

Sean sótti svo um lögskilnað í apríl 2009, en þau tóku svo aftur saman í maí. Stuttu síðar hættu þau aftur saman og Robin sótti um skilnað í ágúst.

Leikkonan segist ætla að halda sambandi við Sean barnanna vegna en útilokar að þau taki saman á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.