Sport

Gay stefnir á að bæta heimsmet Bolt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tyson Gay varð að játa sig sigraðan á HM í Berlín í fyrra.
Tyson Gay varð að játa sig sigraðan á HM í Berlín í fyrra. Nordic Photos / Getty Images
Tyson Gay hefur sett sér það markmið að bæta heimsmet Usain Bolt í 100 metra spretthlaupi sem sá síðarnefndi setti á HM í Berlín síðasta sumar. Gay varð í öðru sæti í Berlín og hljóp þá á 9,71 sekúndu. Bolt kom hins vegar í mark á ótrúlegum tíma, 9,58 sekúndum. „Ég veit ekki hvort það gerist á þessu ári eða næsta en ég vil ná þessu meti einn daginn,“ sagði Gay í tímaritsviðtali í Bandaríkjunum. „Ég hef verið mjög nálægt því. Það eru margir sem telja að ég geti ekki bætt þennan tíma en ég er ekki búinn að gefast upp.“ „Ég var mjög ánægður með síðasta keppnistímabil og ég veit að ég get unnið Bolt. Það verður vissulega ekki auðvelt en það er allt hægt. Enginn er fullkominn.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×