Lífið

Lady Gaga var djúpt sokkin í neyslu

Lady Gaga á forsíðu Vanity Fair. MYND/Cover Media
Lady Gaga á forsíðu Vanity Fair. MYND/Cover Media

Söngkonan Lady Gaga, 24 ára, var háð eiturlyfjum þegar hún skrifaði undir útgáfusamninginn sem gjörbreytti lífi hennar.

Söngkonan þakkar föður sínum, Joseph, fyrir að hjálpa sér að losa sig við eiturlyfin og komast á rétt ról.

„Ég ætla ekki að ljúga. Ég notaði ólögleg efni en ég get ekki tekið kókaín lengur. Ég hef ekki neytt kókaín í hvað sex mánuði," lét Lady Gaga hafa eftir sér í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins Vanity Fair.

Hún þurfti aðstoð fjölskyldunnar við að hætta í neyslu.

Lady Gaga átti fund með plötuútgáfustjóra sem breytti lífi hennar í annarlegu ástandi. Hún var uppdópuð og segist sjá eftir því í dag.

„Ég lá á maganum upp í rúmi og var svo veik. Ég var nýbúin að borða salat þegar það var hringt í mig og ég spurð hvort ég gæti mætt á umræddan veitingastað eftir 30 mínútur þar sem risastór plötuframleiðandi vill hitta mig. Ég svaraði allt í lagi ég verð þar og fór á fætur, inn á klósett þar sem ég kastaði upp salatinu, fékk mér línu af kókaíni og fór á fundinn," sagði Lady Gaga.

Söngkonan var á þessum tímapunkti í lífi sínu djúpt sokkin í neyslu. Loksins þegar tækifærið barði að dyrum var Lady Gaga ráðþrota. 

„Ég bað mömmu um að fá að hitta ömmu og við fórum að heimsækja hana og ég sagði henni að ég héldi að líf mitt væri endanlega búið á þessum tímapunkti. Ég sem hafði lagt svo mikið á mig til að ná þessum árangri. Hún sagði að ég ætti að leyfa mér að gráta í nokkra tíma en síðan rísa á fætur, taka mig saman í andlitinu og fara aftur til New York og meika það."

„Þetta ástand tilheyrir fortíðinni. Ég endaði á botninum. Ég tek það fram að þetta er ekki leiðin til að meika það. Ég vil að aðdáendur mínir viti að þetta er alls ekki málið (eiturlyfjaneysla)."

Í viðtalinu ræðir söngkonan einnig um ástarmálin og hvað hún á erfitt með að eiga í ástarsamböndum. Hún lifir fyrir aðdáendur sína og vill alls ekki bregðast þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.