Körfubolti

Ingi Þór: Nú er bara að snúa bökum saman

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ingi Þór Steinþórsson.
Ingi Þór Steinþórsson.

Snæfellingum mistókst að landa Íslandsmeistaratitlinum í kvöld en liðið beið lægri hlut fyrir Keflvíkingum í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.

„Skotin voru ekki að detta hjá okkur í byrjun. Þrátt fyrir að hafa spilað fína vörn í byrjun þá náðum við ekki að skilja þá eftir og fyrir vikið komust þeir á bragðið. Við vorum líka að klikka of mikið á vítalínunni fannst mér," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn.

„Harkan var mikil í þessum leik og stundum var þetta aðeins of mikið af því góða," sagði Ingi Þór.

Hlynur Bæringsson og Jeb Ivey stóðu fyrir sínu en framlag annarra leikmanna Snæfells var ekki mikið. „Þeir fengu hærri framlög frá fleirum í sínu liði og nú er bara að snúa bökum saman. Við vorum ekki að tapa neinu. Við erum að fara í Keflavík á fimmtudaginn til að vinna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×