Jónína Michaelsdóttir: Hugrekki og ábyrgð 27. apríl 2010 08:54 Hugrekki og ábyrgð Þegar ein virtasta óperusöngkona landsins, Þuríður Pálsdóttir, settist á skólabekk með jafnöldrum barna sinna haustið 1965, var óvenjulegt að fullorðið fólk færi í nám.Þegar ein virtasta óperusöngkona landsins, Þuríður Pálsdóttir, settist á skólabekk með jafnöldrum barna sinna haustið 1965, var óvenjulegt að fullorðið fólk færi í nám. Hún hafði verið í tónlistarstarfi frá unglingsárum, stefnt að því að verða söngkennari og farið nýtrúlofuð til London þeirra erinda, en snúið heim þegar í ljós kom að hún átti von á barni. Síðar fór hún til Ítalíu, nam söng hjá góðum kennara og framhaldið þekkja allir. Þegar hún hóf nám í tónmenntadeild Tónlistarskólans þetta ár, var hún í góðu formi sem söngkona og hélt áfram að syngja næstu árin. Þegar það barst út að hún væri komin í nám, vakti það nokkra athygli, og hún fékk mikil viðbrögð. Fékk til dæmis upphringingu frá konu sem þakkaði henni mikið fyrir að stíga þetta skref.Sjálf hefði hún lengi gælt við að fara í nám, en ekki þorað að láta til skarar skríða á miðjum aldri. En nú væri gatan greið. "Úr því Þuríður Pálsdóttir getur það, þá get ég það!" sagði hún, upptendruð af þessu nýja frelsi.Að biðjast afsökunarÞað hefur lengi staðið í þeim sem misstigu sig alvarlega í góðærinu að gangast við því. Kannski hefur verið erfiðast að horfast í augu við það. Þeir sem hafa haldið um taumana í langan tíma, verið mærðir og klappaðir upp hvar sem þeir komu, og fengið þau skilaboð frá umhverfinu að þeir væru bæði sól og máni viðskiptalífsins, hljóta að hafa skilið það svo að þeir væru á réttri leið, þó að þeir hefðu átt að vita betur. Það er ekki bara í uppeldinu sem umhverfi og atlæti mótar fólk. Allir vildu eiga þessa menn að vinum, fá að standa í ljómanum af þeim. Stjórnmálamenn, listamenn, langskólagengnir sérfræðingar og almenningur. En svo kom vetur, og allt fraus.Þó að við Íslendingar séum allajafna bærilegir í mannasiðum og kurteisi, ristir hún ekki alltaf djúpt þegar á reynir. Við biðjum afsökunar í minni háttar atvikum, þegar við rekumst utan í einhvern, eða komum of seint. En þegar afsökunarbeiðnin felur í sér umtalsvert gengisfall á okkur sjálfum, er okkur tamara að grípa til skýringa og sjálfsréttlætingar. Ef til vill er að verða breyting á því. Eftir að lykilmenn á stóreignastiginu hafa stigið fram, sýnt iðrun og beðið þjóðina afsökunar og leiðtogar stjórnmálaflokka beðist afsökunar á andvaraleysi og mistökum, verður auðveldara fyrir alla aðra að gera slíkt hið sama, bæði almennt og við yfirstandandi aðstæður.Og það merkilega er, að því fylgir yfirleitt bæði léttir og frelsistilfinning fyrir viðkomandi.Að gangast við sjálfri sér"Manneskja þarf hugrekki til að gangast við sjálfri sér", sagði sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir í útvarpsmessu frá Hafnarfjarðarkirkju síðastliðinn sunnudag. "Hugrekki til að sjá mistökin, óheiðarleikann og kærleiksleysið. En það þarf ekki síður von til að gangast við sjálfum sér. Von um að sú sýn leiði til nýs upphafs."Þetta var góð prédikun, vel flutt og á erindi við okkur öll. Sr. Guðbjörg sagði enn fremur: "Við getum mörg án efa sagt: Ég bar ekki ábyrgð á falli bankanna, mistökum í stjórnsýslu og pólitískri vanrækslu, en við berum öll ábyrgð á því hvernig framtíðin lítur út og hvernig samfélagi við ætlum okkur að búa í. Þeir sem báru beina ábyrgð verða að axla hana. Og við berum öll á því ábyrgð að það verði til lykta leitt. Og það þarf að leiða til lykta með þá sýn, að við ætlum að búa saman í samfélaginu, þar sem við mætumst á kassanum í búðinni, eða liggjum hvert í sínu sjúkrarúminu, börnin okkar ganga í sama skóla og ættmennin á sama ganginum á dvalarheimilinu. Það þarf að leiða það til lykta með svo afgerandi hætti að við getum farið að treysta hvert öðru."Hér talar prestur sem á erindi við samtímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Hugrekki og ábyrgð Þegar ein virtasta óperusöngkona landsins, Þuríður Pálsdóttir, settist á skólabekk með jafnöldrum barna sinna haustið 1965, var óvenjulegt að fullorðið fólk færi í nám.Þegar ein virtasta óperusöngkona landsins, Þuríður Pálsdóttir, settist á skólabekk með jafnöldrum barna sinna haustið 1965, var óvenjulegt að fullorðið fólk færi í nám. Hún hafði verið í tónlistarstarfi frá unglingsárum, stefnt að því að verða söngkennari og farið nýtrúlofuð til London þeirra erinda, en snúið heim þegar í ljós kom að hún átti von á barni. Síðar fór hún til Ítalíu, nam söng hjá góðum kennara og framhaldið þekkja allir. Þegar hún hóf nám í tónmenntadeild Tónlistarskólans þetta ár, var hún í góðu formi sem söngkona og hélt áfram að syngja næstu árin. Þegar það barst út að hún væri komin í nám, vakti það nokkra athygli, og hún fékk mikil viðbrögð. Fékk til dæmis upphringingu frá konu sem þakkaði henni mikið fyrir að stíga þetta skref.Sjálf hefði hún lengi gælt við að fara í nám, en ekki þorað að láta til skarar skríða á miðjum aldri. En nú væri gatan greið. "Úr því Þuríður Pálsdóttir getur það, þá get ég það!" sagði hún, upptendruð af þessu nýja frelsi.Að biðjast afsökunarÞað hefur lengi staðið í þeim sem misstigu sig alvarlega í góðærinu að gangast við því. Kannski hefur verið erfiðast að horfast í augu við það. Þeir sem hafa haldið um taumana í langan tíma, verið mærðir og klappaðir upp hvar sem þeir komu, og fengið þau skilaboð frá umhverfinu að þeir væru bæði sól og máni viðskiptalífsins, hljóta að hafa skilið það svo að þeir væru á réttri leið, þó að þeir hefðu átt að vita betur. Það er ekki bara í uppeldinu sem umhverfi og atlæti mótar fólk. Allir vildu eiga þessa menn að vinum, fá að standa í ljómanum af þeim. Stjórnmálamenn, listamenn, langskólagengnir sérfræðingar og almenningur. En svo kom vetur, og allt fraus.Þó að við Íslendingar séum allajafna bærilegir í mannasiðum og kurteisi, ristir hún ekki alltaf djúpt þegar á reynir. Við biðjum afsökunar í minni háttar atvikum, þegar við rekumst utan í einhvern, eða komum of seint. En þegar afsökunarbeiðnin felur í sér umtalsvert gengisfall á okkur sjálfum, er okkur tamara að grípa til skýringa og sjálfsréttlætingar. Ef til vill er að verða breyting á því. Eftir að lykilmenn á stóreignastiginu hafa stigið fram, sýnt iðrun og beðið þjóðina afsökunar og leiðtogar stjórnmálaflokka beðist afsökunar á andvaraleysi og mistökum, verður auðveldara fyrir alla aðra að gera slíkt hið sama, bæði almennt og við yfirstandandi aðstæður.Og það merkilega er, að því fylgir yfirleitt bæði léttir og frelsistilfinning fyrir viðkomandi.Að gangast við sjálfri sér"Manneskja þarf hugrekki til að gangast við sjálfri sér", sagði sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir í útvarpsmessu frá Hafnarfjarðarkirkju síðastliðinn sunnudag. "Hugrekki til að sjá mistökin, óheiðarleikann og kærleiksleysið. En það þarf ekki síður von til að gangast við sjálfum sér. Von um að sú sýn leiði til nýs upphafs."Þetta var góð prédikun, vel flutt og á erindi við okkur öll. Sr. Guðbjörg sagði enn fremur: "Við getum mörg án efa sagt: Ég bar ekki ábyrgð á falli bankanna, mistökum í stjórnsýslu og pólitískri vanrækslu, en við berum öll ábyrgð á því hvernig framtíðin lítur út og hvernig samfélagi við ætlum okkur að búa í. Þeir sem báru beina ábyrgð verða að axla hana. Og við berum öll á því ábyrgð að það verði til lykta leitt. Og það þarf að leiða til lykta með þá sýn, að við ætlum að búa saman í samfélaginu, þar sem við mætumst á kassanum í búðinni, eða liggjum hvert í sínu sjúkrarúminu, börnin okkar ganga í sama skóla og ættmennin á sama ganginum á dvalarheimilinu. Það þarf að leiða það til lykta með svo afgerandi hætti að við getum farið að treysta hvert öðru."Hér talar prestur sem á erindi við samtímann.