Körfubolti

Úrslitin ráðast í Iceland Express deild karla í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður ekkert gefið eftir í kvöld. Grindvíkingurinn Ómar Sævarsson og KR-ingurinn Skarphéðinn Freyr INgason geta báðir orðið deildarmeistarar.
Það verður ekkert gefið eftir í kvöld. Grindvíkingurinn Ómar Sævarsson og KR-ingurinn Skarphéðinn Freyr INgason geta báðir orðið deildarmeistarar. Mynd/Stefán
Rúnar Birgir Gíslason fréttastjóri Karfan.is, hefur lagst yfir stöðutöfluna og úrslit vetrarins í Iceland Express deildar karla. Hann hefur í framhaldinu farið ítarlega yfir möguleika röð liðanna í lokaumferð deildarinnar sem fram fer í kvöld.

Það má segja að það verði barist á þremur stöðum í stigatöflunni í kvöld, um efstu þrjú sætin, um fjórða til sjötta sæti og svo um sjöunda og áttunda sætið.

KR og Grindavík berjast um deildarmeistaratitilinn en eiga líka bæði það á hættu að enda í þriðja sætinu. Keflavík á ekki möguleika á deildarmeistaratitlinum en getur tryggt sér annað sætið.

Snæfell, Stjarnan og Njarðvík berjast um fjórða sætið og þar með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum úrslitakeppninnar.

Tindastóll, ÍR, Hamar og Fjölnir berjast síðan um tvö síðustu sætin inn í úrslitakeppnina.

Hér fyrir neðan má sjá samantekt á yfirlitsgrein Rúnars á Karfan.is en greinina sjálfa má finna hér.



Baráttan um efstu þrjú sætin

KR

Verður í 1. sæti - ef liðið vinnur Snæfell

Verður í 2. sæti - ef liðið tapar fyrir Snæfell, Grindavík vinnur ÍR og Keflavík tapar fyrir Hamar

Verður í 3. sæti - ef liðið tapar fyrir Snæfell, Grindavík vinnur ÍR og Keflavík vinnur Hamar

Grindavík

Verður í 1. sæti - ef liðið vinnur ÍR og KR tapar fyrir Snæfelli

Verður í 2. sæti - ef liðið vinnur ÍR og Keflavík tapar fyrir Hamar

Verður í 3. sæti - ef KR vinnur Snæfell og Grindavík og Keflavík enda með jafnmörg stig

Keflavík

Verður í 2. sæti - ef liðið vinnur Hamar eða að Grindavík tapar fyrir ÍR

Verður í 3. sæti - ef liðið tapar fyrir Hamar og Grindavík vinnur ÍR



Baráttan um heimavallarréttinn (sæti 4 til 6)

Snæfell

Verður í 4. sæti - ef liðið vinnur KR

Verður í 5. sæti - ef liðið tapar fyrir KR og annaðhvort Njarðvík eða Stjarnan vinna

Verður í 6. sæti - ef liðið tapar fyrir KR og Njarðvík og Stjarnan vinna bæði

Stjarnan

Verður í 4. sæti - ef liðið vinnur Breiðablik og Snæfell tapar fyrir KR

Verður í 5. sæti - ef liðið vinnur Breiðablik og Snæfell vinnur KR

Verður í 6. sæti - ef liðið tapar fyrir Breiðablik og Snæfell og Njarðvík vinna

Njarðvík

Verður í 4. sæti - ef liðið vinnur FSu og Snæfell og Stjarnan tapa bæði

Verður í 5. sæti - ef liðið vinnur FSu, Snæfell vinnur og Stjarnan tapar

Verður í 6. sæti - ef liðið endar með jafnmörg stig og Snæfell og Stjarnan

Baráttan um síðustu tvö sætin inn í úrslitakeppnina

(Þetta er langflóknasti útreikningur kvöldsins)

Tindastóll

Verður í 7. sæti - 1) ef liðið vinnur Fjölni

2) ef liðið tapa fyrir Fjölni með 1 til 2 stigum á sama tíma og Hamar vinnur Keflavík og ÍR tapar fyrir Grindavík.

Verður í 8. sæti - 1) ef liðið tapar með 15 stigum eða meira fyrir Fjölni og ÍR og Hamar tapa.

2) ef liðið tapar fyrir Fjölni, ÍR vinnur Grindavík og Hamar tapar fyrir Keflavík

3) ef liðið tapar fyrir Fjölni með 3 til 10 stigum á sama tíma og Hamar vinnur og ÍR tapar



ÍR

Verður í 7. sæti - ef liðið vinnur Grindavík, Fjölnir vinnur Tindastól og Hamar tapar fyrir Keflavík

Verður í 8. sæti - 1) ef liðið vinnur Grindavík, ÍR vinnur Grindavík og Hamar vinnur Keflavík

2) ef liðið tapar fyrir Grindavík, Tindastóll vinnur Fjölni og Hamar tapar fyrir Keflavík

Hamar

Verður í 7. sæti - ef liðið vinnur Keflavík, ÍR tapar fyrir Grindavík og Fjölnir vinnur Tindastól með 3 til 16 stigum

Verður í 8. sæti - 1) ef liðið vinnur Keflavík, ÍR tapar fyrir Grindavík og Fjölnir vinnur Tindastól með 1 til 2 stigum

2) ef liðið vinnur Keflavík, ÍR tapar fyrir Grindavík og Fjölnir vinnur Tindastól með meira en 16 stigum

Fjölnir

Verður í 7. sæti - 1) ef liðið vinnur Tindastól með 15 stigum eða meira og Hamar og ÍR tapa

2) ef liðið vinnur Tindastól með 17 stigum eða meira, Hamar vinnur og ÍR tapar

Verður í 8. sæti - 1) ef liðið vinnur Tindastól með 14 stigum eða minna og Hamar og ÍR tapa

2) ef liðið vinnur Tindastól með 11 til 16 stigum, Hamar vinnur og ÍR tapar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×