Opnunarhátíð Hörpu í maí 28. september 2010 07:30 starfsemi kynnt Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. fréttablaðið/valli Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“ Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í gær. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir 4. maí 2011. Hönnun og fyrirhuguð starfsemi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu var kynnt á blaðamannafundi í húsinu í gær. Starfsemin hefst með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 4. maí 2011 þar sem Vladimir Ashkenazy verður stjórnandi. Sjónvarpað verður frá opnunarkvöldinu 13. maí þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn koma fram. Opið hús verður 14. og 15. maí með fjölda listamanna og tónlistaratriðum í öllum sölum hússins og hinn 21. maí stígur tenórinn heimsfrægi, Jonas Kaufmann, á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Sumarið 2011 verður sýndur söngleikurinn Chess, auk þess sem samstarf verður við tónlistarhús á Norðurlöndunum um komu fremstu sinfóníuhljómsveita heims í Hörpu. Húsið hefur einnig verið bókað fyrir stórar erlendar ráðstefnur til ársins 2015. „Tónlistarlífið á Íslandi verður aldrei hið sama eftir að Harpa verður opnuð. Þessi framkvæmd sýnir að draumar rætast ef menn hafa nógu mikla trú á þeim og gefast ekki upp,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu. „Það er vel við hæfi að Vladimir Ashkenazy stjórni fyrstu tónleikunum því hann hefur unnið gott verk í að láta þessa hugmynd verða að veruleika.“ Ashkenazy segist vera ótrúlega spenntur fyrir því að húsið sé loksins að líta dagsins ljós. Hann segir að hugmyndin að húsinu eigi rætur sínar að rekja til ársins 1985 þegar Fílharmoníusveit London spilaði í Laugardalshöll, þar sem hljómburðurinn þótti ekki nógu góður. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er að sjálfsögðu spenntur fyrir komandi tímum. „Við hjá Sinfóníunni erum bæði þakklát og glöð yfir því að við séum að stíga þetta skref. Sinfóníuhljómsveitin fær nú loksins tækifæri til að komast á næsta stig og verða á meðal fremstu hljómsveita Evrópu.“
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira