Lífið

Góðir gestir á Control-hátíð

Breska tónlistarkonan verður á meðal gesta á tónlistarráðstefnunni You Are In Control.
Breska tónlistarkonan verður á meðal gesta á tónlistarráðstefnunni You Are In Control.
Ian Livingstone, forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Eidos, og breski Grammy-verðlaunahafinn Imogen Heap verða á meðal fyrirlesara á tónlistarráðstefnunni You Are In Control sem verður haldin 1. og 2. október.

Fyrirtækið Eidos hefur meðal annars dreift tölvuleikjunum Lara Croft og Hitman.

Livingstone er einnig stofnandi leikjafyrirtækisins Games Workshop sem framleiðir Dungeons & Dragons, Warhammer og bókasyrpuna Fighting Fantasy, sem hefur selst í yfir sextán milljónum eintaka. Livingstone mun ræða um frumkvöðlafræði og mikilvægi þess að útfæra frumlegar viðskiptahugmyndir.

Breska tónlistarkonan og Grammy-verðlaunahafinn Imogen Heap er þekkt fyrir að samnýta skapandi greinar til að framleiða margþætta tónlistarviðburði. Hún er kunn í heimalandi sínu fyrir að vera meðlimur dúósins Frou Frou og fyrir sólóplötur sínar.

Á meðal annarra gesta á hátíðinni verða Jón Gnarr, borgarstjóri, Anamaria Wills, framkvæmdastjóri Þróunarmiðstöðvar skapandi greina, Xavier Troussard, sviðsstjóri hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Clare Hudson, framkvæmdastjóri bresku almannatengslastofunnar Hudson PR.

You are in Control fer fram á Hilton-hótelinu. Skráning er hafin á síðunni Youareincontrol.is. Ráðstefnugjald fyrir þá sem skrá sig fyrir 5. september er 20 þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.