Sport

Heldur upp á 18 ára afmælið sitt á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fimleikakonurnar Thelma Rut Hermannsdóttir og Dominiqua Alma Belányi eru á leiðinni á Heimsmeistaramótið í áhaldafimleikum sem fer fram Rotterdam í Hollandi 16. til 24. október. Stúlkurnar héldu utan ásamt þjálfurum sínum 10. október til æfinga og undirbúnings.

Thelma Rut Hermannsdóttir er 17 ára og því á sínu öðru ári í fullorðinsflokki. Hún er Íslandsmeistari 2010 í fjölþrautk á stökki, á tvíslá og á slá. Hún var í liði Íslands sem hlaut silfurverðlaun á Norðurlandamóti fullorðinna 2010 og náði þar í 4.sæti í fjölþrautinni. Þjálfari hennar er Guðmundur Þór Brynjólfsson.

Dominiqua Alma Belányi heldur upp á 18 ára afmæli sitt á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum. Dominiqua hefur búið á Íslandi frá 6 ára aldri og æft fimleika í Gróttu. Dóminiqua varð Íslandsmeistari 2010 í gólfæfingum , vann til bronsverðlauna á tvíslá á Norðurlandamóti fullorðinna 2010 og var á sama móti í silfurliði Íslands. Þjálfari hennar er Gabor Kiss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×