Körfubolti

Ingi Þór: Hlynur er bara „monster"

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.

Snæfellingar komust í dag í úrslitaleik Subway-bikarsins með því að leggja Keflavík sannfærandi að velli í Toyota-sláturhúsinu.

Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells var að vonum stoltur af sínu liði.

„Við erum að leggja þrælsterkt lið að velli í tvígang. Við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik. Ég er rosalega stoltur af mínu liði, menn héldu fullri einbeitingu. Það sem við lögðum upp með gekk fullkomlega upp og þess vegna er ég mjög stoltur," sagði Ingi.

Hlynur Bæringsson var ekki að finna sig í sóknarleiknum en varnarlega stóð hann svo sannarlega fyrir sínu og hirti 23 fráköst í leiknum. „Hlynur er bara „monster". Hann er 82 módel og það er eitthvað við 82 módel sem er bara sexí. Minnir mann á 72 árganginn," sagði Ingi.

Hlynur er bara „monster". Hann er 82 módel og það er eitthvað við 82 módel sem er bara sexí. Minnir mann á 72 árganginn," sagði Ingi.

„Nú er ólgandi úrslitaleikur framundan og ég skora á alla Hólmara að taka laugardaginn 20. febrúar frá. Það eru engar afsakanir."

Það ræðst á morgun hvort Grindavík eða ÍR verði mótherji Snæfells í úrslitaleiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×