Lífið

Austin Lucas á Íslandi

spilar með Lucas Hljómsveitin Endless Dark kemur órafmögnuð fram með Austin Lucas um helgina.
fréttablaðið/valli
spilar með Lucas Hljómsveitin Endless Dark kemur órafmögnuð fram með Austin Lucas um helgina. fréttablaðið/valli

Bandaríkjamaðurinn Austin Lucas er mættur til landsins og hyggst koma fram á fernum tónleikum.

„Hann er rísandi stjarna í þessum svokallaða „alt country" bransa," segir Egill Kári Helgason, sem flytur kappann inn. „Pabbi hans, Bob Lucas, hefur meðal annars unnið mikið með Alison Krauss."

Lucas kemur fram á Café Rosenberg í kvöld og á Dillon á morgun. Á laugardaginn kemur hann fram á Vatnssafninu í Stykkishólmi og á sunnudaginn kemur hann fram á Langa Manga á Ísafirði.

„Bæði Reykjavíkurgiggin verða með Árstíðum, Svavari Knúti, og bluegrass bandinu Woodcraft," segir Egill.

„Stykkishólmsgiggið verður sérstakt að því leyti að hljómsveitirnar Endless Dark af Snæfellsnesinu og Reason To Believe úr Keflavík munu koma fram órafmagnaðar. Einnig munu tónleikarnir verða hljóðritaðir og gefnir út seinna"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.