Umfjöllun: Taugar Snæfells sterkari í Vesturbænum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. apríl 2010 18:20 Mynd/Daníel Mynd/Daníel Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Snæfell er komið í lykilstöðu í einvíginu gegn KR eftir annan sigur í DHL-höllinni. Að þessu sinni með fjórum stigum, 77-81. Það var troðfullt í DHL-höllinni, eða Hamborgarahöllinni eins og gárungarnir eru farnir að kalla heimavöll KR, þegar leikurinn hófst eftir nokkra seinkun vegna vandræða með stigatöfluna. Það róaði ekki leikmenn liðanna sem mættu æstir til leiks og slógust um hvern einasta bolta á vellinum. Morgan Lewis í miklum ham í liði KR en Jón Ólafur sterkastur í liði Snæfells. Liðin héldust í hendur lungann úr leikhlutanum en Snæfell skrefi framar og leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhlutann, 19-23. Bæði líð spiluðu agressíva og sterka vörn og báðum liðum gekk illa að skora. Það var ekkert ókeypis inn í teig og þriggja stiga hittni beggja liða var sorglega léleg. Samtals hittu liðin úr þremur af 20 þriggja stiga skotum í hálfleiknum. Jafnræði var með liðunum en Snæfell nýtti sér ein af mörgum mistökum Tommy Johnson til þess að skora síðustu stig leiksins. Snæfell fimm stigum yfir í hálfleik, 35-40. Þetta var furðulegur leikur að mörgu leyti. Lykilleikmenn beggja liða að spila frekar illa og kappið var klárlega að bera fegurðina ofurliði að þessu sinni. Martins Berkins kann greinilega vel við sig í DHL-höllinni því hann fór að setja niður þrista og Hlynur Bæringsson var drjúgur sem fyrr. Hjá KR voru lykilmenn ekki að finna sig eins og svo oft áður og sérstaklega saknar KR enn almennilegs framlags frá Brynjari. Stuðningsmenn KR, Miðjan, reyndi sitt besta til þess að syngja sína menn í gang, jákvæður stuðningur sem var til fyrirmyndar. Þessi stuðningur fór vel í Tommy Johnson sem byrjaði að spila eins og maður um leið og hann fann stuðning úr stúkunni. Sú rispa stóð reyndar afar stutt yfir. KR skrefi á undan þegar aðeins einn leikhluti var eftir, 65-62. Leikmenn virtust vera að fara á taugum í lokaleikhlutanum því aðeins voru skoruð 5 stig á fyrstu 5 mínútum leikhlutans. Boltinn vildi bara ekki fara ofan í körfuna. Þá tók Berkins upp á því að setja niður tvær þriggja stiga körfur og koma Snæfelli yfir. Þessar tvær körfur svo gott sem unnu leikinn er upp var staðið. KR hitti ekkert og var aðeins búið að skora 7 stig í leikhlutanum þegar mínúta var eftir. KR fékk tvö tækifæri í lokin til þess að jafna eða sigra leikinn en Morgan Lewis brást bogalistin í bæði skiptin. KR þarf því að fara í Hólminn á mánudag og sækja annan sigur. Annars eru meistararnir komnir í frí. KR-Snæfell 77-81 KR: Morgan Lewis 29/10 fráköst, Finnur Atli Magnússon 13/6 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Fannar Ólafsson 9/5 fráköst, Tommy Johnson 7, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 2. Snæfell: Hlynur Bæringsson 19/15 fráköst/3 varin skot, Martins Berkis 15/4 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 10, Sean Burton 10/5 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Páll Fannar Helgason 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 3/6 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira