Körfubolti

Gunnar Einars.: Drullufúlt að fara í frí með þetta tap á bakinu

Jón Júlíus Karlsson í Grindavík skrifar

„Við komumst með baráttu aftur inn í leikinn en við vorum ekki að hitta neitt af viti. Það gekk lítið upp stóran hluta leiksins og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að við sýndum smá karakter og hlutirnir fóru að falla með okkur,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap liðsins gegn Grindvík, 79-75 í Röstinni í kvöld.

Keflvíkingar voru nokkuð frá sínu besta í leiknum og skotnýtingin fyrir utan þriggja stiga línuna var óvenju döpur.

„Við áttum dapran dag fyrir utan þriggja stiga línuna. Það er auðvitað jákvætt að hafa náð að jafna leikinn en við erum í þessu til að vinna og það er drullufúlt að fara í 20 daga frí með þetta tap á bakinu. Það er alls ekki gaman að tapa í Grindavík.“

Keflvíkingar eru með 14 stig eftir 11 leiki í deildinni og er sex stigum á eftir Snæfell sem verma toppsætið. Gunnar segir að Keflvíkingar þurfi að byrja nýtt ár með krafti til að brúa bilið.

„Þessi leikur skipti okkur öllu varðandi baráttu um toppsætið og súrt að hafa tapað honum. Þegar upp er staðið vinnast leikir á því hvort liðið berst meira. Grindvíkingar börðust meira í dag og uppskáru sigur. Nú þurfum við að byrja nýtt ár af krafti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×