Lífið

Fergie stjórnar ferðinni

Josh Duhamel og Fergie. MYND/Cover media
Josh Duhamel og Fergie. MYND/Cover media

Leikarinn Josh Duhamel segir að eiginkona hans, The Black Eyed Peas söngkonan, Fergie, er með skothelt plan þegar kemur að barneignum.

Undanfarið ár hafa stöðugt verið getgátur á lofti um að Fergie eigi von á barni en hjónin hafa neitað öllum sögusögnum hvað það varðar.

Josh viðurkennir hinsvegar að hann vill eignast barn og að Fergie fái alfarið að stjórna ferðinni þegar kemur að barneignum.

„Ó já hún er sko búin að skipuleggja framtíðina. Hún hefur þetta allt á tæru," viðurkenndi Josh í viðtali við Elle tímaritið spurður hvort Fergie vilji eignast börn með honum.

Fergie og Josh kynntust árið 2004. „Ég vissi að hún var rétta konan fyrir mig strax og ég sá hana. Hún er ótrúlega sterk og jákvæð manneskja. Ég var ekki í vafa um að ég yrði betri maður með henni," sagði Josh jafnframt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.